<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 05, 2003

Eitthvað er skrokkurinn að skríða saman eða kannski bara eins og svona gamall skrokkur getur verið yfirleitt. Dásamlegir tónleikar í gær allavega fannst mér það og ég er að komast í jólaskap. Er loksins búin að taka upp jólaskrautið og setja upp seríur í glugga, mínar fínu jólakúlur líka í alla glugga og jólagardínurnar komnar fyrir nýmálað eldhúsið. Þarf að fara í Sorpu með allskonar bölvað drasl, losa mig við eitthvað á nytjamarkaðinn, dagblöð, rafhlöður og fernur í endurvinnslu. Er að fara í jólahlaðborð í kvöld hjá Landsteinum/Streng sem haldið verður í Skíðaskálanum. Nenni eiginlega ekki en það verður ábyggilega ágætt þegar komið er á staðinn. Fór frekar snemma að sofa miðað við fyrri kvöld og vaknaði líka snemma og því er ég búin að koma því í verk að setja upp smájólaskraut. Svo verðum við að fara og kaupa jólagjafir á morgun sem eiga að fara til USA því Inga og Jón fara þangað þann 14. Verð líka að kaupa jólagjafir fyrir liðið í Danmörku og koma því í póst og skrifa svo nokkur nett Léttsveitarjólakort.
Er ekki í tjáningarstuði...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter