<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 12, 2003

Það er alveg makalaust hvað ég er orðin kærulaus og geri hlutina á síðustu stundu. Er nú loksins búin að ryksuga og John ætlar að koma heim úr vinnunni snemma til að skúra svo ég geti farið og keypt kerti og eitthvað fleira sem ég gleymdi að kaupa í gær. Er búin að skreyta skötuborðið, þarf bara að kaupa nokkrar grenigreinar og þá er þetta algjörlega fullkomið. María kíkti aðeins í kaffi. Gaman að sjá hana og lítur vel út og svo er stefnan að hittast á morgun og gera eitthvað skemmtilegt. Tristan búin að skrifa jólasveininum vinsamlegt bréf um að hann vilji fá dót í skóinn en ekki nammi. Ætli hann haldi ekki að það sé auðveldara að sníkja nammi út úr móður sinni. Mér finnst voðalega skemmtilegt að hann trúi alveg einlæglega að jólasveinarnir séu til og vona að hann geri það sem lengst.
En nú þarf ég að skella mér í sturtu og skreppa svo í smáútréttingar fyrir skötuna í kvöld...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter