laugardagur, desember 20, 2003
Er það ekki alveg merkilegt að þrátt fyrir ekkert jólastress koma blessuð jólin innan tíðar. Ég var að koma úr jólahlaðborði með nokkrum skemmtilegum kellum á Nordica Hotel. Maturinn of nútímalegur fyrir minn smekk en notarleg stund engu að síður. Fyrirmæli mín til fjölskyldunnar voru herbergisþrif og viti menn þegar ég stíg hér inn er enginn heima, herbergin tiltekin og búið að búa til þessa fínu músastiga og hengja hér í loftin og allir bara skroppnir í keilu. Er á leið í stúdentaútskrift hjá Aroni á sexaratíma. Hvað er hægt að gefa dreng sem stefnir á að gerast málaliði í einhverju barbararíki í útskriftargjöf. Pening upp í kistuna heima kannski. Ég bara skil ekki lengur þankagang ungmenna í þessu síðustu tímum.
Í morgun þegar ég vaknaði og ætlaði í sturtu var ég nánast dáin áfengisdauða af bjórveggnum sem mætti mér í kjallaranum. Hrund með tvo næturgesti og þar á meðal stúlkukind sem fer í mínar fínustu taugar og ég mörgum sinnum búin að segja að ég vilji ekki hér í mínum húsum. Ég er nokkuð góður mannþekkjari og þessi stelputuðra kemur mér fyrir sjónir sem bæði undirförul og ómerkileg. Sorry, ég þoli ekki fólk sem smjaðrar fyrir mér og er voða kurteis og um leið og búið er að snúa í hana bakinu stingur hún mann í bakið. Mágkona mín kallaði hana "white trash" og það er alveg rétt hjá henni. Bara manneskja sem ég vil ekki inn á mínu heimili og þar sem ég var ekki mjög hress svona nývöknuð henti ég þessu liði út. Í gær vissi ég að jafnvel væri von á þessu liði og læstu búrinu svo ekki væri drukkinn bjórinn minn án þess að spyrja um leyfi. En nei, nei, búið að opna búrið og næla sér í einn. Á maður að þurfa að setja hengilás svo ekki sé rænt frá manni á manns eigin heimili. Halló í alvöru. Einu sinni drukku þessar stelpur heila vodkaflösku úr búrinu og hafa aldrei sýnt einu sinni lit á að borga hana til baka. Ómerkilegt pakk og ég er alveg búin með minn kvóta á svona liði. Mér er alveg sama þó að fólk drekki allt sem rennur í þessu húsi ef ég býð upp á það en að koma inn á annarra manna heimili og hegða sér eins og þær séu á næsta bar. Svo í morgun held ég að ég hafi komið því til skila að ég vil þessa stelpu ekki hér inn fyrir dyr meir. Dóttir mín má velja sér sína vini sjálf en ég rek hér hvorki gistiheimili né krá fyrir þá. Uss, uss og sveiattann segi ég bara...
Í morgun þegar ég vaknaði og ætlaði í sturtu var ég nánast dáin áfengisdauða af bjórveggnum sem mætti mér í kjallaranum. Hrund með tvo næturgesti og þar á meðal stúlkukind sem fer í mínar fínustu taugar og ég mörgum sinnum búin að segja að ég vilji ekki hér í mínum húsum. Ég er nokkuð góður mannþekkjari og þessi stelputuðra kemur mér fyrir sjónir sem bæði undirförul og ómerkileg. Sorry, ég þoli ekki fólk sem smjaðrar fyrir mér og er voða kurteis og um leið og búið er að snúa í hana bakinu stingur hún mann í bakið. Mágkona mín kallaði hana "white trash" og það er alveg rétt hjá henni. Bara manneskja sem ég vil ekki inn á mínu heimili og þar sem ég var ekki mjög hress svona nývöknuð henti ég þessu liði út. Í gær vissi ég að jafnvel væri von á þessu liði og læstu búrinu svo ekki væri drukkinn bjórinn minn án þess að spyrja um leyfi. En nei, nei, búið að opna búrið og næla sér í einn. Á maður að þurfa að setja hengilás svo ekki sé rænt frá manni á manns eigin heimili. Halló í alvöru. Einu sinni drukku þessar stelpur heila vodkaflösku úr búrinu og hafa aldrei sýnt einu sinni lit á að borga hana til baka. Ómerkilegt pakk og ég er alveg búin með minn kvóta á svona liði. Mér er alveg sama þó að fólk drekki allt sem rennur í þessu húsi ef ég býð upp á það en að koma inn á annarra manna heimili og hegða sér eins og þær séu á næsta bar. Svo í morgun held ég að ég hafi komið því til skila að ég vil þessa stelpu ekki hér inn fyrir dyr meir. Dóttir mín má velja sér sína vini sjálf en ég rek hér hvorki gistiheimili né krá fyrir þá. Uss, uss og sveiattann segi ég bara...
Comments:
Skrifa ummæli