fimmtudagur, desember 18, 2003
Er ekki í miklu bloggstuði þessa dagana. Jólin alveg að koma og ég er enn óskaplega löt og finnst bara best að sitja og leggja kapal heilu dagana. Nenni alls ekki að baka og það gerir svo sem ekkert til. Það er hægt að kaupa fínar smákökur út í búð. Næsta síðasti skóladagur fyrir jól og litlu jólin á morgun hjá krökkunum. Í dag eru stofujól. Vona að sonur minn hafi farið í almennilegar buxur í skólann í morgun. Hann átti að syngja í kirkjunni í dag og trúlega Katrín líka. Drengurinn er búinn að vera í sömu buxunum örugglega í heila viku. Þetta voru hans bestu buxur og áttu að vera jólabuxurnar í ár, en eitthvað undarlegt gerðist með þær því einn daginn voru þær tættar að neðan eins og þær hefðu lent í pappírstætara og annað hnéð komið út. Hann hlýtur að vera með eitthvað oddhvöss hné því allar hans buxur eru með hnén úti. Hann er ótrúlegur buxnaböðull. En í þessum lörfum virðist honum líða ágætlega og af hverju ætti ég þá að vera að stressa mig á því. Er loksins búin að finna út úr því hvað hægt er að gefa foreldrum mínum í jólagjöf og nú er bara að drífa í að kaupa það. Búin að kaupa vetrarBratz handa Katrínu en á eftir Tristan, Katrínu og Hrund. Búin að kaupa eitthvað smotterí fyrir bóndann og svo er Vignir bróðir og Guðný eftir. Það er nú örugglega hægt að finna eitthvað sniðugt handa þeim. Annars er ég ótrúlega lítið að stressa mig fyrir þessi jól. Þau koma og fara eins og undanfarin ár. Ég er heldur ekki sú týpa að þrífa allt hér upp úr og niðrúr meira en aðra daga og svo er ég líka nýbúin að mála, bæði stofuna og eldhúsið og þar eru nú yfirleitt mesta drullan.
Fékk loksins bílinn minn úr viðgerð í gær og nú er að koma uppþvottavélinni í viðgerð. Meira viðgerðarstandið á þessum bæ.
María kíkti hér við í gær og við spjölluðum lengi saman. Hún fór til Þýskalands í nótt. Hún hefði nú alveg mátt vera aðeins lengur þessi elska. En svona er lífið. Ekki á allt kosið. En nú er hún komin með heimasíma og í tölvusamband svo vonandi heyrumst við oftar. Þori varla að segja að ég sakni hennar nú þegar.
En nú er mál að linni og að ég sinni því sem ég þarf að gera á heimilinu...
Fékk loksins bílinn minn úr viðgerð í gær og nú er að koma uppþvottavélinni í viðgerð. Meira viðgerðarstandið á þessum bæ.
María kíkti hér við í gær og við spjölluðum lengi saman. Hún fór til Þýskalands í nótt. Hún hefði nú alveg mátt vera aðeins lengur þessi elska. En svona er lífið. Ekki á allt kosið. En nú er hún komin með heimasíma og í tölvusamband svo vonandi heyrumst við oftar. Þori varla að segja að ég sakni hennar nú þegar.
En nú er mál að linni og að ég sinni því sem ég þarf að gera á heimilinu...
Comments:
Skrifa ummæli