þriðjudagur, desember 02, 2003
Fór allt of seint að sofa. Tók upp á því að leggja nýjar kapal og varð að láta hann ganga upp nokkrum sinnum. Hef nefnilega lagt sama kapalinn u.þ.b. 7 þús. sinnum og það eru ekki ýkjur. Teljarinn er kominn í tæp fjögur þúsund og ég var búin að leggja hann lengi þegar ég ákvað að kortleggja hann og byrja á nr. 1 og svo áfram. Ætlaði sem sagt að skrifa niður þau númer sem ganga upp og núllstilla svo og gera aðeins þá sem ganga upp og fá 100% skor. Þetta er náttúrlega bilun. Gafst náttúrlega upp á þessari skráningu þegar miðarnir sem ég skrifaði þetta á fóru að týnast hver af öðrum og ég sem ætlaði sko aldeilis að halda þeim til haga.
Klárið loksins þetta blessaða Gospelprógramm. Það fór tvisvar í prentsmiðju, eitthvað gleymdist af efnisskránni og textunum. En nú er það frá og ég er búin að taka ákvörðun um að mála eldhúsið fyrir skötupartý. Ætla sem sagt að byrja á morgun eins og sá lati segir alltaf.
Fór í jólaklippinguna í dag alveg grútsyfjuð og síðasti ítölskutími fyrir jól var í kvöld. Lærði fyrir hann þótt ótrúlegt sé.
Skemmtilegur tími og svo sjónvarpsgláp, Dawson´s Creek og Jamie´s Kitchen. Þarf að kaupa pappír á morgun og prenta í dagatölin og fara með í görmun og kaupa svo málningu og byrja. Hálfnað verk þá hafið er.
Nú ætla ég að leggja nokkra kapla og drusla mér í svefn eftir meinhægan dag...
Klárið loksins þetta blessaða Gospelprógramm. Það fór tvisvar í prentsmiðju, eitthvað gleymdist af efnisskránni og textunum. En nú er það frá og ég er búin að taka ákvörðun um að mála eldhúsið fyrir skötupartý. Ætla sem sagt að byrja á morgun eins og sá lati segir alltaf.
Fór í jólaklippinguna í dag alveg grútsyfjuð og síðasti ítölskutími fyrir jól var í kvöld. Lærði fyrir hann þótt ótrúlegt sé.
Skemmtilegur tími og svo sjónvarpsgláp, Dawson´s Creek og Jamie´s Kitchen. Þarf að kaupa pappír á morgun og prenta í dagatölin og fara með í görmun og kaupa svo málningu og byrja. Hálfnað verk þá hafið er.
Nú ætla ég að leggja nokkra kapla og drusla mér í svefn eftir meinhægan dag...
Comments:
Skrifa ummæli