<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 08, 2003

Já, það er undarleg árátta að blogga. Veit stundum ekki alveg af hverju ég er að þessu. En...svona er þetta bara. Kannski hef ég svona mikla þörf til að opinbera mig fyrir alþjóð. Mér finnst að fleiri Léttur ættu að taka sig til og blogga. Það eru örugglega margir góðir pennar á meðal okkar. Og Jóhanna er alls ekki nógu dugleg að blogga þessa dagana. Kannski bara allt of mikið annað sem hún þarf að gera. Ingibjörg og Willa standa sig aftur á móti í stykkinu. Guðrún Gunnars byrjaði en gafst svo upp nema hún sé byrjuð aftur án þess að ég viti af því. Þetta er nefnilega ekkert mál. Bara fara inn á www.blogger.com og byrja. Reyndar er komið íslenskt blogg sem ég held að sé www.blogg.is en ég sé ekki alveg hvernig það virkar í fljótu bragði og nenni ekki að leggja það á mig að fatta það.
Ég þarf að drífa mig í Kringluna í dag og reyna að versla einhverjar jólagjafir. Þarf að klára Bandaríkin fyrir föstudag.
Þarf svo að muna að ég er að fara á tónleika í kvöld hjá systrum mínum í Gospel.
Við erum búin að ákveða hvenær við ætlum að skella okkur til USA, förum 30. mars og heim aftur 17. apríl. Krakkarnir missa þá bara þrjá daga úr skóla í byrjun og enda ferðar. Þannig að það er nokkuð útséð með að ég get ekki sungið á vortónleikum Léttsveitarinnar sem er áætluð þann 3. apríl. Ég held að þetta sé ekki góður dagur. Var einmitt að lesa það í Mogganum að mjög margir munu fermar 4. apríl. Flott að muna fermingardaginn sinn 04.04.04. Mundi gjarnan vilja hafa þessa tónleika upp úr miðjum apríl þegar fermingar eru yfirstaðnar og svona og ég á landinu. En það er ekki alltaf á allt kosið. Veit ekki alveg af hverju tónleikarnir eiga að vera svona snemma. Væri ekki sniðugra að hafa þá nær Ítalíuferðinni t.d. í byrjun maí. En ég náttúrlega ræð engu þarna um og verð bara að bíta að það súra að geta ekki sungið með. Eins og mig langar til þess að syngja þetta skemmtilega ítalska prógram. Æ, æ, æ...
Nú ætla ég að skella mér í sturtu og drífa mig að kringlast...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter