<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 24, 2003

Jæja, þá er bara næstum komin jólin og ótrúlegt að það er líka næstum búið að gera allt. Á bara eftir að pakka inn möndlugjöfinni og skipta á rúmum. Gott að syngja inn jólin með Léttsveitinni í Austurstrætinu í kvöld og gaman að hitta Gunnu Ax svona algjörlega óvænt.
Allir orðnir sáttir hér á bæ eftir fjaðrafok mitt fyrr í vikunni. Búið að ræða málin, gráta og sættast.
Krakkarnir orðnir spenntir og Petra ætlaði aldrei að geta sofnað. Fór á endanum með köttinn upp með sér sem hefur ætti hér um húsið. Mikill veðurviti þessi köttur eins og reyndar flestir kettir og í henni var mikill rokrass hér í kvöld. Vinsælasti jólasveinninn hér á bæ rétt ókomin með í skóinn og allir sofnaðir nema ég auðvitað. Á morgun eldamennska eins og hún verður að gerast best og svo bara jólin og afslöppun...Gleðileg jól...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter