föstudagur, desember 19, 2003
Mér skilst að það séu bara 5-6 dagar til jóla. Halló, jóla hvað? Já, svona læðast þau aftan að manni þessu blessuð jól. En í alvöru talað ég er algjörlega hætt að standa undir því nafni að kallast "casalinga" sem útleggst bara húsmóðir á okkar ástkæra ylhýra. Ég er orðin eins og unglingurinn á heimilinu og geri alls ekki neitt sem almennileg húsmóðir á að gera. Ég baka ekki fyrir jólin, allavega ekki búin að því ennþá og svo les ég á blogginu hjá Jóhönnu og Ingibjörgu að þær eru búnar að fylla alla dalla af smákökum. Ég er líka frekar óskipulögð og eitthvað löt akkúrat þessa dagana og t.d. í dag þegar ég ætlaði að vera voðalega dugleg og laga til í herbergjum krakkana þá lagði ég bara nokkra kapla, vaskaði aðeins upp og fór svo í að pæla í nýju lúkki á heimasíðun Léttsveitarinnar eins og það liggi eitthvað á því. En svo hugsa ég bara þegar fer að líða á daginn að auðvitað er miklu skynsamlegra fyrir mig að laga bara til inni hjá þeim svona korter fyrir jól. Það er næstum öruggt að ég þurfi ekki að gera það aftur áður en jólin skella á.
Og í kvöld fór ég aðeins í Kringluna með Hrund til að reyna að finna á hana einhverjar buxur og kaupa jólagjafir fyrir pabba og mömmu og eftir hálftíma þar vorum við báðar orðnar algjörlega útkeyrðar af búðarrápi og drifum okkur bara heim. Þá var John búinn að elda pasta og við ætluðum að hita það aðeins upp í örbylgjunni og nei, ó nei. Ekki hitnaði maturinn og ég sannfærð um að enn eitt tækið á heimilinu bilað. Við reyndum allar mögulegar stillingar sem á nú ekki að þurfa, bara stilla einhverja mínútu og vella, allt heitt og fínt. En sem sagt örbylgjan úrskurðuð biluð. Ég vissi að Petra og Tristan höfðu fengið sér franskar í dag og alveg virtist árans ofninn virka þá. Svo ég bað Tristan um að setja eitthvað í örbylgjuna og viti menn. Út kom það heitt eins og það á að vera. Og svo reyndi Hrund aftur og allt kalt. Svo nú virðist sá eini á heimilinu sem getur látið örbylgjuna virka vera yngsti meðlimur fjöldskyldunnar, 8 ára gutti. Hvernig getur lífið verið svona undarlegt og skrítið...
Og í kvöld fór ég aðeins í Kringluna með Hrund til að reyna að finna á hana einhverjar buxur og kaupa jólagjafir fyrir pabba og mömmu og eftir hálftíma þar vorum við báðar orðnar algjörlega útkeyrðar af búðarrápi og drifum okkur bara heim. Þá var John búinn að elda pasta og við ætluðum að hita það aðeins upp í örbylgjunni og nei, ó nei. Ekki hitnaði maturinn og ég sannfærð um að enn eitt tækið á heimilinu bilað. Við reyndum allar mögulegar stillingar sem á nú ekki að þurfa, bara stilla einhverja mínútu og vella, allt heitt og fínt. En sem sagt örbylgjan úrskurðuð biluð. Ég vissi að Petra og Tristan höfðu fengið sér franskar í dag og alveg virtist árans ofninn virka þá. Svo ég bað Tristan um að setja eitthvað í örbylgjuna og viti menn. Út kom það heitt eins og það á að vera. Og svo reyndi Hrund aftur og allt kalt. Svo nú virðist sá eini á heimilinu sem getur látið örbylgjuna virka vera yngsti meðlimur fjöldskyldunnar, 8 ára gutti. Hvernig getur lífið verið svona undarlegt og skrítið...
Comments:
Skrifa ummæli