þriðjudagur, desember 16, 2003
Nú er komin skýring á andleysi mínu undanfarna daga. Eftir ferðina á Tapaz barinn var ég með það á hreinu að ég þyldi alls ekki að setja rauðvín inn fyrir mínar varir. Það drægi úr mér alla orku en nú hangi ég hér heima yfir sjálfri mér með beinverki og særindi í hálsi. Ég er sem sagt komið með þessa viðurstyggilegu flensu sem hrjáð hefur landann undanfarið. Síðasti sólarhringur hefur farið í það að sofa út í eitt og í móki að plana smákökubakstur með börnunum og bara átta dagar til jóla og enn engin hugmynd komin í kollinn hvað eigi að gefa foreldrum mínum í jólagjöf. Þarf að tala við Vigni og athuga hvort hann hefur dottið niður á einhverja góða hugmynd að jólagjöf handa þeim svona inn á milli verkefnis í skólanum. Hann á að skila af sér í dag svo vonandi verður hann viðræðu hæfur seinni partinn.
Bílinn minn enn í viðgerð, verið að bíða eftir kveikjunni sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan kemur. Og það er komið í ljós að þetta er vikan sem allt bilar hér á bæ. Gamli þurrkarinn farinn á haugana og nýr kominn í stað. Bíllinn bilaður og nú er uppþvottavélin farin í verkfall. Þarf að koma henni á verkstæði og athuga hvort hægt er að gera við hana eða hvort ég þarf að kaupa mér nýja. Verð að bíða eftir að bíllinn komi úr viðgerð til að fara með hana. Löngu útséð með að ég eignast ekki nýtt sjónvarp fyrir þessi jól eftir öll þessi útgjöld. Ansans...
Þarf að reyna að nálgast nýja geisladiskinn með Léttum á jólatónleikum...
Bílinn minn enn í viðgerð, verið að bíða eftir kveikjunni sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan kemur. Og það er komið í ljós að þetta er vikan sem allt bilar hér á bæ. Gamli þurrkarinn farinn á haugana og nýr kominn í stað. Bíllinn bilaður og nú er uppþvottavélin farin í verkfall. Þarf að koma henni á verkstæði og athuga hvort hægt er að gera við hana eða hvort ég þarf að kaupa mér nýja. Verð að bíða eftir að bíllinn komi úr viðgerð til að fara með hana. Löngu útséð með að ég eignast ekki nýtt sjónvarp fyrir þessi jól eftir öll þessi útgjöld. Ansans...
Þarf að reyna að nálgast nýja geisladiskinn með Léttum á jólatónleikum...
Comments:
Skrifa ummæli