laugardagur, desember 06, 2003
Nú ætti ég að vera löngu farin að sofa en ég hef einhverja sérstaka hæfileika í að koma mér EKKI í rúmið. Þegar komið er fram yfir miðnætti er eins og ég finni endalausar ástæður til að fara ekki að sofa. Ein besta ástæðan sem ég finn mér er sú að standa alls ekki upp úr sófanum eða allavega að draga það í lengstu lög þó ég sé löngu farin að dotta. Nú er ég t.d. orðin svo syfjuð að ég sé ekki hálfa sjón þó að ég setji upp sterkustu gleraugun sem ég FINN, sé allt í hálfgerðri móðu. Var að gera heiðarlega tilraun að fletta í gegnum Gestgjafann og ég sé svona móta fyrir öllum þessum frábæru réttum en get engan veginn gert mér almennilega grein fyrir því hvað ég er að horfa á. Ekki gott, ekki gott.
Var í kvöld í dásamlegum mat í Skíðaskálanum í Hveradölum. Hef ekki hugmynd um hvað ég var að borða nema ef vera skyldi hangikétið sem var einstaklega ljúffengt en allt rann þetta niður í magann án nokkurrar fyrirhafnar. Og svo náði ég því aðeins að þynna út á mér blóðið svo ég er öllu skrárri í mínum lúnu útlimum en þó ekki nándar nærri nógu góð.
Þegar ég kom heim renndi ég aðeins yfir idolið sem börnin mín sáu um að taka upp fyrir mig. Var nú alls ekki sammála dómurum um að minn maður, Helgi Rafn, hefði verið slæmur eða ekki nógu góður. Lagið sem hann söng var bara ekki nógu gott. Það kveikti ekki einu sinni á minni peru og er ég nú gamall SSSól aðdáandi. Minnist þess ekki að hafa heyrt þetta hörmungarlag sungið af Helga Björns. Kannski hef ég bara verið svona upptekin af því að horfa á Helga sjálfan (þ.e. Björns). Hann var alveg hroðalega sexí hér í denn en það er nú löngu liðin tíð. Núna er hann hroðalega sjúskaður greyið og lítið spennandi fyrir augað. Það á ekki við um hann að karlmenn verði kynþokkafyllri með aldrinum, ó nei, ó nei. En Helgi Rafn komst áfram og því ástæðulaust að örvænta. Hann stendur sig bara betur næst.
Er mikið að hugsa um að skella mér á dívurnar fimm í Grafarvogskirkju þann 19. aðallega þegar ég sá að Maríus hennar Möggu verður þar gestasöngvari. Hann syngur eins og engill drengurinn sá og það væri óskandi að við hér á klakanum fengjum að heyra meira í honum á komandi árum.
Svo er Páll Óskar að koma mér á óvart með þessu fína lagi sínu sem nú er í stöðugri spilun. Hef aldrei verið sérlega hrifin af honum en fyrst þegar ég heyrði þetta lag hélt ég að þetta væri Jeff Buckley. Þetta minnti mig svoldið á Hallelúja Cohens í flutningi hans. Og svo langar mig svoldið í Bjögga Halldórs og það eru nú pjúra ellimerki þegar mann langar í plötu með honum.
Það er nú ýmislegt annað sem ég er í stuði til að tjá mig akkúrat núna en ég læt það liggja á milli hluta, allt of persónulegt. Ég held að það sé ráð að bursta tönnslurnar og koma sér í rúmið og kúra hjá sínum ektamaka sem er náttúrlega löngu svifinn inn í sitt draumaland og svona...
Var í kvöld í dásamlegum mat í Skíðaskálanum í Hveradölum. Hef ekki hugmynd um hvað ég var að borða nema ef vera skyldi hangikétið sem var einstaklega ljúffengt en allt rann þetta niður í magann án nokkurrar fyrirhafnar. Og svo náði ég því aðeins að þynna út á mér blóðið svo ég er öllu skrárri í mínum lúnu útlimum en þó ekki nándar nærri nógu góð.
Þegar ég kom heim renndi ég aðeins yfir idolið sem börnin mín sáu um að taka upp fyrir mig. Var nú alls ekki sammála dómurum um að minn maður, Helgi Rafn, hefði verið slæmur eða ekki nógu góður. Lagið sem hann söng var bara ekki nógu gott. Það kveikti ekki einu sinni á minni peru og er ég nú gamall SSSól aðdáandi. Minnist þess ekki að hafa heyrt þetta hörmungarlag sungið af Helga Björns. Kannski hef ég bara verið svona upptekin af því að horfa á Helga sjálfan (þ.e. Björns). Hann var alveg hroðalega sexí hér í denn en það er nú löngu liðin tíð. Núna er hann hroðalega sjúskaður greyið og lítið spennandi fyrir augað. Það á ekki við um hann að karlmenn verði kynþokkafyllri með aldrinum, ó nei, ó nei. En Helgi Rafn komst áfram og því ástæðulaust að örvænta. Hann stendur sig bara betur næst.
Er mikið að hugsa um að skella mér á dívurnar fimm í Grafarvogskirkju þann 19. aðallega þegar ég sá að Maríus hennar Möggu verður þar gestasöngvari. Hann syngur eins og engill drengurinn sá og það væri óskandi að við hér á klakanum fengjum að heyra meira í honum á komandi árum.
Svo er Páll Óskar að koma mér á óvart með þessu fína lagi sínu sem nú er í stöðugri spilun. Hef aldrei verið sérlega hrifin af honum en fyrst þegar ég heyrði þetta lag hélt ég að þetta væri Jeff Buckley. Þetta minnti mig svoldið á Hallelúja Cohens í flutningi hans. Og svo langar mig svoldið í Bjögga Halldórs og það eru nú pjúra ellimerki þegar mann langar í plötu með honum.
Það er nú ýmislegt annað sem ég er í stuði til að tjá mig akkúrat núna en ég læt það liggja á milli hluta, allt of persónulegt. Ég held að það sé ráð að bursta tönnslurnar og koma sér í rúmið og kúra hjá sínum ektamaka sem er náttúrlega löngu svifinn inn í sitt draumaland og svona...
Comments:
Skrifa ummæli