sunnudagur, desember 14, 2003
Skötupartýið tókst vel og húsið "ilmar" enn af smáskötulykt sem fer trúlega ekki alveg fyrr en ég sýð hangikétið á aðfangadag. Skemmtilegt kvöld með Léttsveitarelítunni á Tapaz í gærkvöldi. Ætlaði að fara í Húsgangahöllina í dag og syngja en nennti ekki fram úr rúminu fyrr en allt of seint og akkúrat núna eru þær að syngja þar. Heyri í þeim í huganum.
Eitthvað er ekki í lagi með Léttsveitarvefinn. Ég get ekki sent yfir á vefinn og kemur eins og ég hafi ekki aðgang. Það hlýtur bara að vera eitthvað að hjá Nýherja og ég verð bara að fara í það á morgun að fá þetta í lag. En það pirrar mig þegar eitthvað svona gerist.
Enn er ég frekar andlaus og er að hugsa um að gera ekki neitt í dag nema slappa af og láta mér líða vel. John fór með krakkana í keilu og það er ekki oft sem þögnin ræður hér ríkjum...
Eitthvað er ekki í lagi með Léttsveitarvefinn. Ég get ekki sent yfir á vefinn og kemur eins og ég hafi ekki aðgang. Það hlýtur bara að vera eitthvað að hjá Nýherja og ég verð bara að fara í það á morgun að fá þetta í lag. En það pirrar mig þegar eitthvað svona gerist.
Enn er ég frekar andlaus og er að hugsa um að gera ekki neitt í dag nema slappa af og láta mér líða vel. John fór með krakkana í keilu og það er ekki oft sem þögnin ræður hér ríkjum...
Comments:
Skrifa ummæli