þriðjudagur, desember 30, 2003
Það ætlar að reynast mér erfitt að snúa aftur við sólarhringnum. Vaki fram undir morgun og sef langt fram eftir degi. Vaknaði að vísu um hádegisbilið í dag og ætlaði til Stínu að kenna henni pínupons í vefsíðugerð en það var eiginlega óveður svo við ákváðum að fresta kennslunni til morguns. Upp úr tvö var komið hið skaplegasta veður en allt á kafi í snjó. Börnin fóru út að búa til snjókarl en komu inn aftur rennandi blaut upp fyrir haus. En seinna í dag fóru þau á Rútstún á nýja sleðanum og renndu sér í marga klukkutíma. Tristan er búin að týna snjóskóflunni eða hún er fennt í kaf einhvers staðar í garðinum og finnst ekki. Það verður að fara upp á þak og moka snjó. Vil síður að það taki upp á því að leka hér inn með nýmálað stofuloftið en allur þessi snjór á eftir að bráðna og renna einhvers staðar undir og safnast saman í vatnsformi og leka svo hér niður úr loftinu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvert allur þessi snjór fer til að koma í veg fyrir að þetta gerist.
Nú sit ég hér við tölvuna og er að breyta Léttsveitarvefnum. Dreamweaver ekki alveg að virka rétt eða ég er að gera einhverja bölvaða vitleysu. Allavega uppfærist vefurinn ekki rétt þannig að ég verð að fara í gegnum allar index síður og alla linka. Tekur smátíma en vonandi kem ég þessu á netið um áramótin með nýju útliti. Það eru nú svo sem ekki miklar breytingar sem ég geri, bara að "létta" aðeins útlitið.
Steinsofnaði yfir sjónvarpinu í kvöld og núna er ég ekkert syfjuð. Ætti trúlega bara að vaka og þá fer ég kannski að sofa á skikkanlegum tíma annað kvöld. Verð að reyna að snúa þessum sólarhring við áður en ég missi vitið. Eldaði algjörlega allt of góðan mat í kvöld og allir borðuðu yfir sig. Er að hugsa um að hafa fisk á morgun. Það eru ár og aldir síðan það hefur verið hér fiskur á borðum. Maður verður voðalega þreyttur á öllu þessu kétáti dag eftir dag.
Skrapp aðeins til Sigrúnar frænku í dag. Gunna Ax var í heimsókn. Gaman að hitta hana. Varð að moka mig út úr bílastæðinu til að komast frá húsinu. Einhver óður skafari búin að ryðja hér snjósköflum fyrir innkeyrsluna. En þessi bíll minn draslaðist yfir þessa skafla eins og ekkert væri. Ótrúlegt hvað þessi bíll fer í snjó enda fjórhjóladrifinn. Stefni á það í náinni framtíð að fá mér nýrri árgerð af Space Wagon. Frábærir bílar.
Well, nóg af rausi í bili...
Nú sit ég hér við tölvuna og er að breyta Léttsveitarvefnum. Dreamweaver ekki alveg að virka rétt eða ég er að gera einhverja bölvaða vitleysu. Allavega uppfærist vefurinn ekki rétt þannig að ég verð að fara í gegnum allar index síður og alla linka. Tekur smátíma en vonandi kem ég þessu á netið um áramótin með nýju útliti. Það eru nú svo sem ekki miklar breytingar sem ég geri, bara að "létta" aðeins útlitið.
Steinsofnaði yfir sjónvarpinu í kvöld og núna er ég ekkert syfjuð. Ætti trúlega bara að vaka og þá fer ég kannski að sofa á skikkanlegum tíma annað kvöld. Verð að reyna að snúa þessum sólarhring við áður en ég missi vitið. Eldaði algjörlega allt of góðan mat í kvöld og allir borðuðu yfir sig. Er að hugsa um að hafa fisk á morgun. Það eru ár og aldir síðan það hefur verið hér fiskur á borðum. Maður verður voðalega þreyttur á öllu þessu kétáti dag eftir dag.
Skrapp aðeins til Sigrúnar frænku í dag. Gunna Ax var í heimsókn. Gaman að hitta hana. Varð að moka mig út úr bílastæðinu til að komast frá húsinu. Einhver óður skafari búin að ryðja hér snjósköflum fyrir innkeyrsluna. En þessi bíll minn draslaðist yfir þessa skafla eins og ekkert væri. Ótrúlegt hvað þessi bíll fer í snjó enda fjórhjóladrifinn. Stefni á það í náinni framtíð að fá mér nýrri árgerð af Space Wagon. Frábærir bílar.
Well, nóg af rausi í bili...
Comments:
Skrifa ummæli