föstudagur, desember 12, 2003
Vaknaði óvenju snemma í morgun og ætlaði nú aldeilis að vera dugleg og ryksuga og skúra fyrir hádegi. En ekkert varð nú úr því. Fór í að brjóta um HrossaFrey svo Matthías hefði eitthvað að lesa yfir hátíðarnar og lagði nokkra kapla. Er búin að finna annan sem er enn meiri tímaþjófur en sá sem ég hef lagt undanfarið ár. Bíllinn enn í viðgerð og ég fæ hann kannski á morgun eða þá ekki fyrr en á mánudag. Og það var auðvitað kveikjan sem ég var einmitt búin að finn út að væri farin og það kostar einhver 40 þús. bara þetta eina stykki. Og þar fór peningurinn sem ég átti ekki til en átti að fara í að kaupa nýtt sjónvarp. Ansans. En svona er þetta stundum. Þetta er greinilega sá tími sem allt er að bila hér á bæ, nýbúin að kaupa nýjan þurrkara, uppþvottavélin hættir á miðri leið þegar henni dettur í hug, svo eitthvað er að klikka í henni og svo bíllinn. Og ég reyni að krossa putta og vona að sjónvarpið syngi sitt síðast þannig að ég verði að fá nýtt í jólagjöf. En auðvitað bilar það ekki þegar ég vil það.
En ég er nú samt ekki búin að sitja auðum höndum í dag frekar en fyrri daginn. Fór með dagatölin í gormun í Samskipti og fékk að vita að filma í eldhúsgluggana kostar heilar 15 þús. kr. af því ég vil hafa hana röndótta. Svo fór ég með dagatölin í götun í Prenttækni og lét skera Heilabrotsreikningana fyrir mig. Og svo í Blómaval að kaupa rafhlöðuseríu til að skreyta skötuborðið á morgun, ná í hangikétið í Fóstbræðraheimilið og svo í Kringluna. Petra hafði það af að láta mig eyða í sig tæpum 14 þús. kr. í föt og svo keypti ég restina af jólagjöfunum sem eiga að fara til útlanda. Þá er nú jólagjafastandið næstum búið, bara Vignir bróðir, mamma og pabbi og börnin mín eftir. En ég verð að fara með Katrínu mína í Kringluna við tækifæri og kaupa á hana föt. Hún er ansi mikið hógværari í kröfum en systir hennar.
Heyrði svo aðeins í Maríu og hún ætlar að kíkja í kaffi á morgun. Gott í henni hljóðið og hún er því miður ekki hætt við að búa í Þýskalandi.
Og þegar heim var komið var ég staðráðin í að klára það sem ég ætlaði að gera í morgun, þ.e. ryksuga og skúra og pakka svo inn jólagjöfum, en lagðist aðeins í sófann og steinsofnaði. Ansans. En á morgun segir sá lati. Ágætt að ekki þarf nú að undirbúa þessa skötuveislu mikið, bara skella þessu í pott og sjóða nógu mikið af kartöflum. Eitthvað er nú að fjölga í veislunni en það er líka allt í lagi.
Og svo fékk ég það loksins staðfest að elsta dóttir mín er komin með kærasta og það er ég voðalega ánægð með. Þau eru jafnvel að hugsa um að fara að búa eftir áramótin, þ.e. hún er sem sagt að hugsa um að flytja að heiman þessi elska. Gott mál, gott mál. Börn eiga ekki að búa á Hótel Mömmu fram eftir öllum aldri. Ég vil síður að hún dagi hér uppi. Þegar ég var á hennar aldri var ég tvígift kona með eitt barn. Ekki svo sem að ég mæli með því að fara að hlaða niður börnum en það er gott skref að flytja að heima og taka ábyrgð á eigin lífi.
Og nú kemur fyrsti jólasveinninn í nótt og hér er röðin á þeim eins og þeir koma til byggða:
Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir. Gott að vera með þetta á hreinu.
Petra vill fá í skóninn þó að hún trúi ekki lengur á jólasveinana en Tristan efast ekki um tilurð þeirra svo ég verð víst að gefa þeim öllum í skóinn. Vona að hann haldi áfram að vera svona auðtrúa drengurinn minn. Það er ekki erfitt að sannfæra hann um ótrúlegustu hluti...
En ég er nú samt ekki búin að sitja auðum höndum í dag frekar en fyrri daginn. Fór með dagatölin í gormun í Samskipti og fékk að vita að filma í eldhúsgluggana kostar heilar 15 þús. kr. af því ég vil hafa hana röndótta. Svo fór ég með dagatölin í götun í Prenttækni og lét skera Heilabrotsreikningana fyrir mig. Og svo í Blómaval að kaupa rafhlöðuseríu til að skreyta skötuborðið á morgun, ná í hangikétið í Fóstbræðraheimilið og svo í Kringluna. Petra hafði það af að láta mig eyða í sig tæpum 14 þús. kr. í föt og svo keypti ég restina af jólagjöfunum sem eiga að fara til útlanda. Þá er nú jólagjafastandið næstum búið, bara Vignir bróðir, mamma og pabbi og börnin mín eftir. En ég verð að fara með Katrínu mína í Kringluna við tækifæri og kaupa á hana föt. Hún er ansi mikið hógværari í kröfum en systir hennar.
Heyrði svo aðeins í Maríu og hún ætlar að kíkja í kaffi á morgun. Gott í henni hljóðið og hún er því miður ekki hætt við að búa í Þýskalandi.
Og þegar heim var komið var ég staðráðin í að klára það sem ég ætlaði að gera í morgun, þ.e. ryksuga og skúra og pakka svo inn jólagjöfum, en lagðist aðeins í sófann og steinsofnaði. Ansans. En á morgun segir sá lati. Ágætt að ekki þarf nú að undirbúa þessa skötuveislu mikið, bara skella þessu í pott og sjóða nógu mikið af kartöflum. Eitthvað er nú að fjölga í veislunni en það er líka allt í lagi.
Og svo fékk ég það loksins staðfest að elsta dóttir mín er komin með kærasta og það er ég voðalega ánægð með. Þau eru jafnvel að hugsa um að fara að búa eftir áramótin, þ.e. hún er sem sagt að hugsa um að flytja að heiman þessi elska. Gott mál, gott mál. Börn eiga ekki að búa á Hótel Mömmu fram eftir öllum aldri. Ég vil síður að hún dagi hér uppi. Þegar ég var á hennar aldri var ég tvígift kona með eitt barn. Ekki svo sem að ég mæli með því að fara að hlaða niður börnum en það er gott skref að flytja að heima og taka ábyrgð á eigin lífi.
Og nú kemur fyrsti jólasveinninn í nótt og hér er röðin á þeim eins og þeir koma til byggða:
Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir. Gott að vera með þetta á hreinu.
Petra vill fá í skóninn þó að hún trúi ekki lengur á jólasveinana en Tristan efast ekki um tilurð þeirra svo ég verð víst að gefa þeim öllum í skóinn. Vona að hann haldi áfram að vera svona auðtrúa drengurinn minn. Það er ekki erfitt að sannfæra hann um ótrúlegustu hluti...
Comments:
Skrifa ummæli