laugardagur, desember 27, 2003
Well, well, well. Er ekki löngu kominn tími á að blogga svoldið eftir jólin. Get sagt eins og Ingibjörg að þetta voru hefðbundin jól, maturinn allt of góður og allir glaðir með jólagjafirnar. Sólarhringnum snúið við, farið seint í rúmið og vaknað seint. Fór ekki í jólaboðið hjá Auði frænku þar sem ég vaknaði allt of seint. Var að lesa til hálf átt á jóladagsmorgun. Kannski einum og mikið að halda sér vakandi yfir bók svona lengi. Var að lesa bókina hennar Stínu, Sporin í sandinum. Rosalega löng og engan veginn hálfrar sólarhrings lesning eins og bókin hennar Lindu Pé, sem lesin var á nokkrum klukkutímum. Svoldið ruglingsleg, sérstaklega framan af, tímasetningar sérkennilegar og eiginlega vaðið úr einu í annað. En persónan Stína skín allsstaðar í gegn sem er meira en hægt er að segja um bókina hennar Lindu. Kannski vegna þess að ég þekki Stínu en ekki Lindu. En innihaldið í þessum bókum er svoldið það sama, misnotkun í æsku, fyllerí og meira fyllerí og meðferðir og heimiliofbeldi. Þær fara báðar á sömu meðferðarstofnunina í Bandaríkjunum og verða báðar edrú og vonandi betri manneskjur eða þannig. Svei mér ef maður ætti ekki bara að setjast niður og skrifa ævisögu sína fyrir fimmtugt, þó ég hafi ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku eða verið fyllibytta í bata eða farið í meðferð milljón sinnum. Get samt ekki séð að líf mitt hafi verið neitt minna merkilegt eða þannig. En ég held að ég haldi því fyrir mig.
Ég er eiginlega ekki lengur í stuði til að blogga...kannski ég bara leggi það af ef andinn kemur ekki yfir mig á næstunni...
Ég er eiginlega ekki lengur í stuði til að blogga...kannski ég bara leggi það af ef andinn kemur ekki yfir mig á næstunni...
Comments:
Skrifa ummæli