þriðjudagur, janúar 27, 2004
Allora, er ekki löngu kominn tími á blogg. Eins og flestir sem þekkja mig er ég frjóust eftir miðnætti á þá meina ég á öllum sviðum þannig að ekki búast við löngu eða skemmtilegu bloggi svona um hábjartan daginn.
Það er ýmislegt sem ég þarf að kvarta yfir og efst þar á baugi er það að fá ekki Fréttablaðið um helgar. Ég er búin að hringja þangað um hverja helgi í margar vikur og ég fæ annað hvort laugardagsblaðið eða sunnudagsblaðið, en aldrei bæði tvö og stundum fæ ég ekki neitt. Þeir þarna á Fréttablaðinu eru nú ekkert of áhugasamir um það, hafa meiri áhuga á að vita hvort maður er að hringja út af DV í áskrift. Hef engan áhuga á DV, hef ekki lesið það í mörg ár og er ekki alveg að fíla þeirra fréttamennsku. Slúður og niðurrif náungans ekki alveg að falla í kramið.
Svo skil ég ekki þetta kvart og kvein yfir Svínasúpunni. Þetta eru ógeðslega fyndir þættir og mikið gott að fá eitthvað svona absúrd grín eftir að hafa horft á Spaugstofuna í mörg ár. Þeir Spaugstofumenn eru algjörlega búnir að þurramjólka kúna, það er hending af manni stekkur bros á vor yfir þeim. Þeir eru líka svo misjafnir. Einn þáttinn eru þeir rosa fyndnir og svo þann næsta bara hreint alls ekki.
Hvað fleira get ég röflað yfir. Man nú ekki eftir neinu í svipinn. Er búin að liggja yfir menúum með Stínu frá sunnudegi, en enginn botn fæst í málið. Bölvað vesen, hmmm.
Og svo er söngdagur í dag. Og það er voða gott og nú ætla ég að skella mér í sturtu og fara kannski aðeins út úr húsi áður en ég mygla...
Það er ýmislegt sem ég þarf að kvarta yfir og efst þar á baugi er það að fá ekki Fréttablaðið um helgar. Ég er búin að hringja þangað um hverja helgi í margar vikur og ég fæ annað hvort laugardagsblaðið eða sunnudagsblaðið, en aldrei bæði tvö og stundum fæ ég ekki neitt. Þeir þarna á Fréttablaðinu eru nú ekkert of áhugasamir um það, hafa meiri áhuga á að vita hvort maður er að hringja út af DV í áskrift. Hef engan áhuga á DV, hef ekki lesið það í mörg ár og er ekki alveg að fíla þeirra fréttamennsku. Slúður og niðurrif náungans ekki alveg að falla í kramið.
Svo skil ég ekki þetta kvart og kvein yfir Svínasúpunni. Þetta eru ógeðslega fyndir þættir og mikið gott að fá eitthvað svona absúrd grín eftir að hafa horft á Spaugstofuna í mörg ár. Þeir Spaugstofumenn eru algjörlega búnir að þurramjólka kúna, það er hending af manni stekkur bros á vor yfir þeim. Þeir eru líka svo misjafnir. Einn þáttinn eru þeir rosa fyndnir og svo þann næsta bara hreint alls ekki.
Hvað fleira get ég röflað yfir. Man nú ekki eftir neinu í svipinn. Er búin að liggja yfir menúum með Stínu frá sunnudegi, en enginn botn fæst í málið. Bölvað vesen, hmmm.
Og svo er söngdagur í dag. Og það er voða gott og nú ætla ég að skella mér í sturtu og fara kannski aðeins út úr húsi áður en ég mygla...
Comments:
Skrifa ummæli