miðvikudagur, janúar 21, 2004
Alveg er það ótrúlegt hvað maður getur stundum tekið sig á ef viljinn er fyrir hendi. Setti upp nýtt tiltektarskema í stað þess gamla sem hangið hefur hér á ísskápnum í marga mánuði án þess að ég hafi haft nennu til að fara eftir því. En í gær tók ég mig til og gerði nýtt og til að ég læri kannski eitthvað í ítölskunni þá setti ég dagana inn á ítölsku. Og það verður bara að segjast alveg eins og er að það er allt annað líf að fara eftir þessu plani á ítölsku - Lunedi - Martedi - Mercoledi -Giovedi -Venerdi. Skipulagið er að hafa frí fyrir tiltekt á Sabato og Domenica. Og ég er búin að fara eftir þessu í heila tvo daga og meira að segja gert meira en ég á að gera. Salute fyrir því.
Fyrir utan tiltektina er þetta búinn að vera mikill söngdagur. Fyrst í söngtíma hjá Möggu, svo á Gospelæfingu og svo Léttsveitaræfingu. Að vísu mætti ég klukkutíma of seint á Léttsveitina vegna fundar hjá Gospelnum og æfingu fyrir jarðarför. Ég ákvað að gefa Gospelsystrum séns eftir áramótin og sjá hvort eitthvað nýtt verður hrist þar fram úr erminni. Og svo erum við að fara að syngja dömubindasönginn í Léttsveitinni. Oh, það er svo gaman að syngja svona óperulög. Og ekki skemmir að læra kannski eitthvað pínulítið í söngtímunum hjá Möggu. Og allur þessi söngur lífgar eitthvað svo mikið upp á tilveruna.
Sé að það fer að verða bráðnauðsynlegt að sett verði upp comment á bloggið hjá Jóhönnu. Kannski María reddi því þegar hún kemur heim sem er von bráðar. Hlakka til að fá hana heim aftur. Kannski hún ætti að slá til og kaupa gömlu íbúðina mína á Dyngjuveginum sem ég sá að var auglýst til sölu í fasteignablaðinu í dag. En vá hvað hún hefur hækkað í verði á þessum sjö árum frá því við seldum hana. Við seldum á 10 millj. og nú eru settar á hana 19,2 millj. Og risið er líka til sölu, en það var alltaf stefnan hjá okkur John að kaupa risið líka, en það verður nú ekki úr þessu.
Ég fékk rosalegan fallegan blómvönd heim með mér úr jarðarför Ólafar, ömmu hennar Hrundar, rauðar rósir og liljur. Þessar liljur ilma þvílíkt hér á kvöldin að það er ólýsanlegt. Það tók mig svoldið tíma að átta mig á því að þetta væru blómin sem ilmuðu svona. Skyldi bara hreinlega ekki hvaðan þess lykt kom, þefaði ofan í skólatöskur barnanna og guð má vita hvar áður en ég rann á hana. Hmm....
Bíllinn minn enn í réttingu. Það er eitthvað undanrlegt með þennan mann á verkstæðinu. Hann er aldrei við á mánudögum og þriðjudögum og jafnvel miðvikudögum. Það verður fróðlegt að vita hvort hann verður við á morgun. Bíllinn átti að fara í viðgerð síðasta mánudag en þá var hann veikur svo hann var ekki tekinn inn fyrr en á fimmtudaginn og átti að vera tilbúinn í gær en...enn og aftur enginn karl á verkstæðinu. Eitthvað dúbí við þessi mánudagsveikindi....
En nú ætti ég að drusla mér í svefn ef ég ætla að halda mínu skema á morgun...krónikkan enn ósjáanleg á hinum ýmsustu stöðum og maðurinn minn sem hefur hannað risastórt og flókið skráningarkerfi fyrir lífeyrissjóðina getur ekki fundið úr því hvað hrjáir krónikkuna...hann bara sinnir ekki Léttsveitinni af heilum hug...spurning hvort ég leyfi honum að koma með til Ítalíu...
Fyrir utan tiltektina er þetta búinn að vera mikill söngdagur. Fyrst í söngtíma hjá Möggu, svo á Gospelæfingu og svo Léttsveitaræfingu. Að vísu mætti ég klukkutíma of seint á Léttsveitina vegna fundar hjá Gospelnum og æfingu fyrir jarðarför. Ég ákvað að gefa Gospelsystrum séns eftir áramótin og sjá hvort eitthvað nýtt verður hrist þar fram úr erminni. Og svo erum við að fara að syngja dömubindasönginn í Léttsveitinni. Oh, það er svo gaman að syngja svona óperulög. Og ekki skemmir að læra kannski eitthvað pínulítið í söngtímunum hjá Möggu. Og allur þessi söngur lífgar eitthvað svo mikið upp á tilveruna.
Sé að það fer að verða bráðnauðsynlegt að sett verði upp comment á bloggið hjá Jóhönnu. Kannski María reddi því þegar hún kemur heim sem er von bráðar. Hlakka til að fá hana heim aftur. Kannski hún ætti að slá til og kaupa gömlu íbúðina mína á Dyngjuveginum sem ég sá að var auglýst til sölu í fasteignablaðinu í dag. En vá hvað hún hefur hækkað í verði á þessum sjö árum frá því við seldum hana. Við seldum á 10 millj. og nú eru settar á hana 19,2 millj. Og risið er líka til sölu, en það var alltaf stefnan hjá okkur John að kaupa risið líka, en það verður nú ekki úr þessu.
Ég fékk rosalegan fallegan blómvönd heim með mér úr jarðarför Ólafar, ömmu hennar Hrundar, rauðar rósir og liljur. Þessar liljur ilma þvílíkt hér á kvöldin að það er ólýsanlegt. Það tók mig svoldið tíma að átta mig á því að þetta væru blómin sem ilmuðu svona. Skyldi bara hreinlega ekki hvaðan þess lykt kom, þefaði ofan í skólatöskur barnanna og guð má vita hvar áður en ég rann á hana. Hmm....
Bíllinn minn enn í réttingu. Það er eitthvað undanrlegt með þennan mann á verkstæðinu. Hann er aldrei við á mánudögum og þriðjudögum og jafnvel miðvikudögum. Það verður fróðlegt að vita hvort hann verður við á morgun. Bíllinn átti að fara í viðgerð síðasta mánudag en þá var hann veikur svo hann var ekki tekinn inn fyrr en á fimmtudaginn og átti að vera tilbúinn í gær en...enn og aftur enginn karl á verkstæðinu. Eitthvað dúbí við þessi mánudagsveikindi....
En nú ætti ég að drusla mér í svefn ef ég ætla að halda mínu skema á morgun...krónikkan enn ósjáanleg á hinum ýmsustu stöðum og maðurinn minn sem hefur hannað risastórt og flókið skráningarkerfi fyrir lífeyrissjóðina getur ekki fundið úr því hvað hrjáir krónikkuna...hann bara sinnir ekki Léttsveitinni af heilum hug...spurning hvort ég leyfi honum að koma með til Ítalíu...
Comments:
Skrifa ummæli