<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 05, 2004

Eitthvað er nú Eyjólfur hressari í dag en í gær og undanfarið. Illa gengur þó að snúa sólarhringnum við en vonandi kemur það með betri tíð og blóm í haga þó langt sé nú í það. Neyddist allavega til þess að labba út í sjoppu í dag eftir sígarettum og það var bara hressandi og endurnærandi. Hrund svaf yfir sig í dag og þurfti að fá bílinn lánaðan til að mæta ekki allt of seint í vinnuna. Ég hefði kannski átt að druslast til að bera út Fréttablaðið örlítið lengur, en málið var að þetta var farið að bitna ansi mikið á mínum heittelskaða. Hann var farinn að bera svoldið oft og mikið út með mér. Það er svona þegar letin í morgunsárið er alveg mann lifandi að drepa. Og eins og alþjóð ætti að vera farin að vita er ég ekki morgunhani heldur algjör náttugla. Ég væri fín í að bera út næturblað en því miður eru þau ekki til ennþá og því ekki í boði.
Ég ætlaði nú að afreka einhver ósköp í gær þegar John fór með börnin á skauta. Ekki voru það nú nein stórvirki sem ég afrekaði en ég lagaði allavega voðalega vel til hér í tölvuherberginu. Allt annað líf. Vann aðeins í Frey í dag og vona að ég hafi ekki styggt bændasamtökin mikið þegar ég lét í ljós að ég væri komin i jólafrí þegar ég átti að fara að leiðrétta einhverjar kommur og punkta korter fyrir jól. Það verður þá bara að hafa það. Tilfinning mín fyrir þeim samtökum er sú, að þeir beri nú ekki mikla virðingu fyrir konum almennt og að þær eiga að vera boðnar og búnar þegar bændum hentar að leggjast á bakið og vinna sitt verk.
Börnin mín enn í jólafríi en á morgun tekur alvara lífisins við þegar skólinn byrjar. Ég er ansi hrædd um að það verði erfitt að koma þeim á fætur í fyrramálið því þau eru eins og móðirin búin að snúa sólarhringnum við og markmiðið hjá þeim að fara eins seint að sofa og mögulegt er.
Og maðurinn minn keyrði á eitthvað skilti á Reykjanesbrautinni í morgun og klessti bílinn minn. Og hann sem heldur því fram að "konur" kunni ekki að keyra. Stundum er sárt að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter