fimmtudagur, janúar 08, 2004
Eitthvað virðist blogger.com vera að hrekkja fólk þessa dagana með því að breyta öllu sem maður hefur myndast við að skrifa í einhverja tóma steypu. Þessir íslensku stafir eru greinilega sífellt til vandræða. Til ráða er það eitt að kópera það sem maður hefur skrifað og þá er hægt að peista aftur og eyða vitleysunni út. Ekki að maður muni nú alltaf eftir því að gera svona varúðarráðstafnir en ef maður lendir í því oft að allt komi ruglað út þá kannski lærir maður á því og gerir kópí.
Svei mér ef mín er ekki næstum búin að ná sólarhringnum á rétt ról. Katrín mín var eitthvað slöpp í gær, trúlega af svefnleysi þannig að ég lagðist með henni upp í rúm og ætlaði að horfa á eitthvað viturlegt í sjónvarpinu en sofnaði út frá því og vaknaði svo bara við vekjarann í morgun. Náði því þess vegna í rólegheitum að taka niður jólaskrautið og koma jólatrénu út fyrir ruslakarlana. Það verður alltaf hálftómlegt þegar jólin eru tekin niður aftur þó maður sé löngu orðinn hundleiður á því að hafa það uppi. Reyndar ætti maður að vera með jólaseríur í gluggum fram á vor. Það birtir upp svartasta skammdegið og það veitir ekkert af því. Nú eru bara eftir jólagardínurnar í eldhúsinu en ég ætla ekki að taka þær alveg niður strax. Langar í nýjar gardínur fyrir mitt nýmálaða eldhús.
Hún Hrund mín er að valda mér áhyggjum þessa dagana. Hún er farin að drekka svoldið oft og mikið finnst mér og ég er ekki mjög glöð með það. Langar ekki til að hún endi í meðferð löngu fyrir þritugt en hún stefnir óðfluga í það með þessu áframhaldi. Ég þarf líklega að reyna að tala eitthvað við hana og finna út hvað veldur.
Fór aðeins í Ikea í dag og held að ég skreppi þangað á morgun og kaupi skóskáp í ganginn. Er búin að mæla allt út í ganginum og ég held að hann ætti að smella þar sem ég vil setja.
Bændur höfðu samband í dag og voru bara spakir. Ég var það reyndar líka, allavega ekki alveg eins úrill og korter fyrir jól.
Lagaði vef Goddverja svo hægt sé að prenta síðurnar í heild sinni út helv...explorernum.
Og Petra Kristín finnur ekki stærðfræðibókina sína - ekki í fyrsta skipti...
Svei mér ef mín er ekki næstum búin að ná sólarhringnum á rétt ról. Katrín mín var eitthvað slöpp í gær, trúlega af svefnleysi þannig að ég lagðist með henni upp í rúm og ætlaði að horfa á eitthvað viturlegt í sjónvarpinu en sofnaði út frá því og vaknaði svo bara við vekjarann í morgun. Náði því þess vegna í rólegheitum að taka niður jólaskrautið og koma jólatrénu út fyrir ruslakarlana. Það verður alltaf hálftómlegt þegar jólin eru tekin niður aftur þó maður sé löngu orðinn hundleiður á því að hafa það uppi. Reyndar ætti maður að vera með jólaseríur í gluggum fram á vor. Það birtir upp svartasta skammdegið og það veitir ekkert af því. Nú eru bara eftir jólagardínurnar í eldhúsinu en ég ætla ekki að taka þær alveg niður strax. Langar í nýjar gardínur fyrir mitt nýmálaða eldhús.
Hún Hrund mín er að valda mér áhyggjum þessa dagana. Hún er farin að drekka svoldið oft og mikið finnst mér og ég er ekki mjög glöð með það. Langar ekki til að hún endi í meðferð löngu fyrir þritugt en hún stefnir óðfluga í það með þessu áframhaldi. Ég þarf líklega að reyna að tala eitthvað við hana og finna út hvað veldur.
Fór aðeins í Ikea í dag og held að ég skreppi þangað á morgun og kaupi skóskáp í ganginn. Er búin að mæla allt út í ganginum og ég held að hann ætti að smella þar sem ég vil setja.
Bændur höfðu samband í dag og voru bara spakir. Ég var það reyndar líka, allavega ekki alveg eins úrill og korter fyrir jól.
Lagaði vef Goddverja svo hægt sé að prenta síðurnar í heild sinni út helv...explorernum.
Og Petra Kristín finnur ekki stærðfræðibókina sína - ekki í fyrsta skipti...
Comments:
Skrifa ummæli