mánudagur, janúar 12, 2004
Ég held að ég sé að verða ég aftur, þ.e. er ekki lengur kerling eins og um daginn. Farin að taka til í kringum mig og elda mat, og brjóta saman þvott. Sem sagt aftur að verða "casalinga" - sem by the way er ítalska orðið yfir húsmóður. Talandi um ítölsku. Ég er búin að hafa megnið af desember og það sem af er janúar til að læra fyrir fyrsta tímann eftir jólin sem er annað kvöld og enn ekki búin að koma mér í það. Er að vísu búin að láta diskinn rúlla en það er eitthvað voðalega lítið sem hangir inni í mínum gamla kolli. Þetta er sko alls ekki eins auðvelt og ég hélt. En vonandi síast eitthvað inn fyrir Ítalíuferðina.
Er núna að eyða tímanum og bíða eftir því að María hringi. Við erum ekki mjög góðar í að spjalla saman á msn þar sem við þurfum að segja svoldið mikið við hvora aðra þar sem við höfum ekki heyrst að neinu viti síðan hún var hér í desember.
Nú hringir hún...
Er núna að eyða tímanum og bíða eftir því að María hringi. Við erum ekki mjög góðar í að spjalla saman á msn þar sem við þurfum að segja svoldið mikið við hvora aðra þar sem við höfum ekki heyrst að neinu viti síðan hún var hér í desember.
Nú hringir hún...
Comments:
Skrifa ummæli