laugardagur, janúar 10, 2004
Gerði mér ekki grein fyrir að ég hefði ekkert bloggað í gær og það berast strax kvartanir. Eitthvað andlaus og ekki alveg í stuði til að tjá mig opinberlega.
Er þó farin að taka eftir rykinu og drullunni á heimilinu eftir jólin og tók aðeins til í gær og ætla að klára það í dag. Annars er Petra Kristín að safna fyrir einhverju og er í tiltekt á ganginum uppi og trúlega í sínu eigin herbergi. Ekki verra að losna við eitthvað af draslinu án þess að þurfa að gera það sjálf.
Hrund mín fékk þær fréttir í morgun að amma hennar hefði dáið í nótt. Það var gott að Hrund eyddi jólunum með henni þó gamla konan hafi verið orðin svoldið út úr heiminum.
Skrifa þegar andinn kemur yfir mig...
Er þó farin að taka eftir rykinu og drullunni á heimilinu eftir jólin og tók aðeins til í gær og ætla að klára það í dag. Annars er Petra Kristín að safna fyrir einhverju og er í tiltekt á ganginum uppi og trúlega í sínu eigin herbergi. Ekki verra að losna við eitthvað af draslinu án þess að þurfa að gera það sjálf.
Hrund mín fékk þær fréttir í morgun að amma hennar hefði dáið í nótt. Það var gott að Hrund eyddi jólunum með henni þó gamla konan hafi verið orðin svoldið út úr heiminum.
Skrifa þegar andinn kemur yfir mig...
Comments:
Skrifa ummæli