mánudagur, janúar 19, 2004
Það kom að því að ég yrð lens. Ég er búin að reyna allt til að láta krónikkuangann virka en einhverra hluta vegna gengur það bara ekki. Hef ekki hugmynd um hvað er að sem gerir það að verkum að sumar geta séð hana og aðrar ekki. Hún er nákvæmlega eins upp sett og gestabókin en ...ég er sem sagt lens... hef reynt til þrautar allt sem mér dettur í hug og líka það sem John dettur í hug en ekkert gengur. Ég sem sagt gefst hér með upp, allavega í bili.
Eftir svaðilfarir gærdagsins á Hellisheiðinni var rólegur dagur framundan í dag nema löngu fyrirætluð ferð á Dýrin í Hálsaskógi. Sýningin var voða skemmtileg en það er eitthvað sem plagar mig í sambandi við leikmyndir á öllum sýningum sem ég sé þessa dagana. Það eru allar leikmyndir í dag svo flatar og óspennandi. Engin þrívídd í þeim lengur. Þetta er þriðja uppfærslan á Dýrunum sem ég sé, sá þau þegar ég var krakki og þá var leikmyndin örugglega í þrívídd. Þá var Bessi Mikki refur og Árni Tryggva Lilli klifurmús. Á þessum tveimur leikurum er heljarinnar stærðarmunur og Bessi var afskaplega ógnvekjandi Mikki refur og Árni mér mjög eftirminnilegur sem Lilli klifurmús. Man nú ekkert hverjir voru í þessum hlutverkum þegar ég sá uppfærslu nr. 2 en núna er Þröstur Leó Mikki refur. Hann er nú ekkert voðalega stór og mikill en samt mjög skemmtilegur í þessu hlutverki. Sem sagt sýningin var ágæt en leikmyndin, æ fílaði hana eiginlega ekki. Ég held að krakkarnir hafi skemmt sér ágætlega. Að vísu held ég að þeim hafi, allavega Petru, fundist óþarfi að móðir þeirra tæki undir í afmælissöngnum þegar bangsapabbi verður 50 ára sem þykir greinilega afskaplega hár aldur í Hálsaskógi..."hæ lengi, lengi lifi hann, sem listir allar kann". Ætli þetta verði sungið fyrir mig síðar á árinu þegar ég næ þessum "háa aldri".
Ég er eitthvað hálf andlaus núna...
Eftir svaðilfarir gærdagsins á Hellisheiðinni var rólegur dagur framundan í dag nema löngu fyrirætluð ferð á Dýrin í Hálsaskógi. Sýningin var voða skemmtileg en það er eitthvað sem plagar mig í sambandi við leikmyndir á öllum sýningum sem ég sé þessa dagana. Það eru allar leikmyndir í dag svo flatar og óspennandi. Engin þrívídd í þeim lengur. Þetta er þriðja uppfærslan á Dýrunum sem ég sé, sá þau þegar ég var krakki og þá var leikmyndin örugglega í þrívídd. Þá var Bessi Mikki refur og Árni Tryggva Lilli klifurmús. Á þessum tveimur leikurum er heljarinnar stærðarmunur og Bessi var afskaplega ógnvekjandi Mikki refur og Árni mér mjög eftirminnilegur sem Lilli klifurmús. Man nú ekkert hverjir voru í þessum hlutverkum þegar ég sá uppfærslu nr. 2 en núna er Þröstur Leó Mikki refur. Hann er nú ekkert voðalega stór og mikill en samt mjög skemmtilegur í þessu hlutverki. Sem sagt sýningin var ágæt en leikmyndin, æ fílaði hana eiginlega ekki. Ég held að krakkarnir hafi skemmt sér ágætlega. Að vísu held ég að þeim hafi, allavega Petru, fundist óþarfi að móðir þeirra tæki undir í afmælissöngnum þegar bangsapabbi verður 50 ára sem þykir greinilega afskaplega hár aldur í Hálsaskógi..."hæ lengi, lengi lifi hann, sem listir allar kann". Ætli þetta verði sungið fyrir mig síðar á árinu þegar ég næ þessum "háa aldri".
Ég er eitthvað hálf andlaus núna...
Comments:
Skrifa ummæli