<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 04, 2004

Mig langar til að liggja í hýði þessa dagana. Ég held að þetta megi rekja til upphafsins, þ.e. ég er fædd í byrjun nóvember og eins og öll ungabörn hlýt ég að hafa sofið fyrstu mánuði ævinnar. Ég hef allavega tekið eftir því að ég fer alltaf á svona skammdegisblús, frá nóvember og fram í mars vil ég bara liggja í hýði eins og björninn og sofa og gera ekki neitt. Jól og áramót eru ekki minn uppáhaldstími eins og margra. Er alltaf jafnfegin þegar desember er liðinn og bara janúar og febrúar eftir þar til sólin fer að hækka á lofti. Birna systir segir að ég þurfi að fá mér svona bjartsýnisljós, eitthvað voðalega sniðugt ljós sem maður situr undir í klukkutíma á dag og það á víst að redda deginum. Er ekki viss um að það mundi virka á mig en kannski sakar ekki að prófa. John farin með krakkana á skauta og ég "ætla" og "skal" gera eitthvað af viti á meðan...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter