<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 03, 2004

Nú árið er liðið og allt það. Ég vaknaði í morgun og uppgötvaði að ég er að breytast úr konu í kerlingu. Ekki gott. Og ég er ekki bara miðaldra heldur er ég búin með 2/3 ævinnar. Heldur ekki gott. Að vísu held ég að ég væri nú ekki alveg sátt við það að þurfa kannski að lifa í önnur 50 ár. Það væri nú svona aðeins of mikið. En ég held að kerlingin sé komin til að vera og lítið við því að gera. Í kvöld ætti ég t.d. að vera í partýi með krökkum sem ég var með í Margmiðlunarskólanum en það veit Guð að ég nenni ekki. Nenni ekki lengur að detta í það og vakna þunn daginn eftir. Eins og það sé eitthvað til að nenna. Halló Sigurlaug, fyrir ekki svo löngu síðan hefðir þú sko verið manna fyrst á svæðið en nú hefur kerlingin tekið yfir og hún nennir sko ekki í partý með krökkum á aldur við Hrund. Og svo er skrokkurinn að breytast í kerlingingarskrokk. Naflinn með skeifu eftir fjórar meðgöngur, appelsínuhúðin á lærunum algjörlega á sínum stað dag eftir dag og þetta endar með lærunum í skónum. Mínar uppáhaldsflíkur eru dragtir, þ.e. jakki og buxur, eitthvað sem fyrir nokkrum árum voru ekki alveg "inn" í mínum klæðaskáp. Kerlingin aftur mætt á svæðið. Og ég er alvarlega að hugsa um að fara í augnlokaaðgerð. Hefði átt að hneykslast minna á brjóstastækkunum á dætrum vinkvenna minna. Stefni hraðbyri í lýtaaðgerð sjálf. Kerlingin enn og aftur. Hún reynir að halda í það að vera ung og sæt og sexí. Talandi um sexí. Ég er löngu búin að gleyma í hverju það felst að vera sexí eða flörta eða bara fíla sig sem flotta konu. Nú er tilfinningin bara hú kers há æ lúkk. Og ég er farin að nöldra eins og mamma. Og það er eitthvað sem ég hélt að ég mundi aldrei gera. Að vísu er ég nú ekki enn farin að hneykslast á því hvernig aðrir haga sínu lífi eða pæla í því hvað nágranninn heldur um eitthvað sem ég geri. En það hlýtur að vera næst. Það er einmitt svona kerlingahugsanaháttur. Hvað skyldi nágranninn halda...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter