föstudagur, janúar 30, 2004
Svei mér ef ekki fer að sjá fyrir endann á menustandinu fyrir vefinn hennar Stínu. Eftir allar þessar pælingar á hún "inni" hjá mér big time. Hún skilur hvað ég meina. En eins og Dói afi hennar Hrundar sagði oft: "Það dugar ekki að dedisera, draga vírinn og emilera", hvað sem það nú þýðir.
Ég fór í Kringluna í dag eins og nokkrar Léttur gerðu víst líka og festi kaup á tveimur "druslum" til að fara með til Ítalíu. Ef ég má ekki kaupa fleiri en eina flík getur bara einhver fengið annað stykkið. Keypti skokk og buxur. Heyrist á konunni í búðinni að litið ef nokkuð væri til af þessu í stórum stærðum. Það klárast alltaf fyrst. En það verður bara að koma í ljós hvort allar fá eitthvað sem hægt að breyta og bæta og drasla með sér til Ítalíu. Og svei mér ef þetta var bara ekki nokkuð klæðilegt þegar í var komið. Allavega skárra en á herðatrjánum á æfingunni. Þetta er nú reyndar ekki minni litur en nægilega hvítt til að ég þoli það. Ef ég fer í meira beige má bara jarða mig, ég verð eins og liðið lík.
Náði í örbylgjuna úr viðgerð og þetta er náttúrlega allt annað líf. Ætli ég verði svo ekki bara að skreppa til Danmerkur til að láta gera við dvd spilarann sem er í ábyrgð þar. Kemur í ljós hvað ég geri.
Og svo ryksugaði ég ganginn, stofuna og tölvuherbergið og bjó svo til dásamlegan bixímat úr afgöngum gærdagsins. Ekkert í sjónvarpinu sem glápandi er á og ég er að hugsa um að koma mér bara snemma í rúmið. Ætla að skreppast eitthvað með Maríu á morgun og svo er þorrapartý annað kvöld hjá Kristínu Lýðs...
Ég fór í Kringluna í dag eins og nokkrar Léttur gerðu víst líka og festi kaup á tveimur "druslum" til að fara með til Ítalíu. Ef ég má ekki kaupa fleiri en eina flík getur bara einhver fengið annað stykkið. Keypti skokk og buxur. Heyrist á konunni í búðinni að litið ef nokkuð væri til af þessu í stórum stærðum. Það klárast alltaf fyrst. En það verður bara að koma í ljós hvort allar fá eitthvað sem hægt að breyta og bæta og drasla með sér til Ítalíu. Og svei mér ef þetta var bara ekki nokkuð klæðilegt þegar í var komið. Allavega skárra en á herðatrjánum á æfingunni. Þetta er nú reyndar ekki minni litur en nægilega hvítt til að ég þoli það. Ef ég fer í meira beige má bara jarða mig, ég verð eins og liðið lík.
Náði í örbylgjuna úr viðgerð og þetta er náttúrlega allt annað líf. Ætli ég verði svo ekki bara að skreppa til Danmerkur til að láta gera við dvd spilarann sem er í ábyrgð þar. Kemur í ljós hvað ég geri.
Og svo ryksugaði ég ganginn, stofuna og tölvuherbergið og bjó svo til dásamlegan bixímat úr afgöngum gærdagsins. Ekkert í sjónvarpinu sem glápandi er á og ég er að hugsa um að koma mér bara snemma í rúmið. Ætla að skreppast eitthvað með Maríu á morgun og svo er þorrapartý annað kvöld hjá Kristínu Lýðs...
Comments:
Skrifa ummæli