<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 20, 2004

Almáttugur en sú mæða...allur morguninn fór í ameríska sendiráðið. Og ef eitthvað fer í mitt annars fína skap þá er það svona ónáttúruleg paranója eins og er í gangi hjá þessum liði frá landi tækifæranna. Vopnaleit og sprengjuleit og ekki hleypa fleirum en sex inn í húsið í einu og að þurfa að hanga úti í rigningunni og liggur við að fara úr hverri spjör til að sanna að maður er ekki gangandi tímasprengja. Fucking fasistar...og svo er ekki nóg að vera giftur heldur þurfa þeir einhverja eldgamla skilnaðarpappíra líka. Endalaus vottorð og helvítis vesen. En eitt kom þó gott úr þessum pirringi mínum út þessa ameríkana að John minn sá ástæðu til að gefa mér heljarinnar knús, bara svona til að vera góður við mig eftir að hafa lagt það á mig að hanga í sendiráðinu í tvo klukkutíma í annarrar gráðu yfirheyrslu. Svoldið krúttlegt og sætt. Það átti reyndar svoldið vel við að einn öryggisvarðanna var með Internationalinn á símanum sínum, mér fannst það einhvern veginn passa akkúrat. Þetta drusluland sem aldrei hefur viljað hleypa nokkrum manni inn á sína heilögu ættjörð ef það hefur einhvern tímann aðhyllst kommúnisma. En auðvitað þekkja þeir ekki þetta lag, aldrei fengið að heyra það hvað þá annað. Og þetta á að vera frjálsasta ríki heims. Sért er nú hvert frelsið...

Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter