<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Dásamleg árshátíð að baki, því miður. Hef held ég aldrei hlegið svona mikið. Það voru farin að vaxa á mig horn. Eftir svona skemmtilegt kvöld er ég hálfandlaus og er helst að hugsa um að hætta að blogga. Geri mér grein fyrir því að það eru allt of margir sem lesa þetta rugl og ég er ekki viss um að þetta tjáningarform henti mér. Þegar ég skrifaði dagbók hér í gamla daga var þetta mun persónulegra og nær sjálfri mér heldur en svona opinbert blogg er. Þetta er einhvern veginn að verða alltaf eins og svona farið oft og tíðum farið í kringum hlutina svona eins og köttur í kringum heitan graut. Reynt að sigla milli skers og báru um hvað er hægt að segja og hvað ekki og það er ekki alveg minn stíll...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter