<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 06, 2004

Það er einhver dæmalaus bloggleti í gangi. Frú Ingibjörg Margrét engan veginn að standa sig og mér finnst líka að góðir hálsar og hálsakot ættu að skrifa meira. Willa og Gunnsa eru ögninni skárri. Aftur á móti skil ég ekki af hverju fleiri Léttur druslast ekki til að blogga. Það væri svo óttalega skemmtilegt. Þær eru ekki einu sinni duglegar að skrifa í krónikkuna þessar kvennsur. Ekki gott.
Og úti er alltaf að snjóa og nú snjóar líka á skjá einum, allavega í mínu sjónvarpi. Rétt náði að horfa með öðru auganu á Tristu og Ryan undirbúa sitt risastóra ameríska bleika brúðkaup. Og stuttu eftir það byrjaði að snjóa og aumingja dr. Phil var orðinn eins og draugur á skjánum og þá gafst ég upp, enda verið að endursýna einhverja gamla þætti með honum um einhver konugrey sem ekki geta slitið sig frá einhverjum delum sem koma og fara og halda framhjá og hver veit hvað.
Og ég lagaði til hjá Katrínu og Tristani og það var eiginlega ekki eins mikið drasl þar inni og leit út fyrir. Aðalllega skítug föt út um öll gólf. Ég ætti kannski að fara að setja óhreinatausdalla inn til þeirra, þó ég held að það sé vonlaust að gera sér vonir um að eitthvað mundi lenda ofan í þeim, nema algjörlega óvart. Og Hrund lagaði til niðri, ótrúlegt. En hún er líka Robbalaus í augnablikinu, hann er einhvers staðar fyrir vestan að leggja gólf.
Ég byrjaði aðeins á Maður að nafni Dave fyrir svefninn í gær. Hinar bækurnar hans voru alveg hrein ágætar en ég veit ekki með þessa. Kannski ég ætti frekar að byrja á Þráni sem mér skilst á öllum sem hafa farið í rúmið honum að sé bara nokkuð góður.
Og ég er búin að fatta af hverju þetta virkar ekki með menúið hjá Stínu. Þarf að hringja í hana á morgun. Ótrúlegt hvað maður er stundum lengi að kveikja á perunni með eitthvað sem á að liggja í augum uppi.
Og svo er bara vika í Léttsveitarársháíð. Og eftir hana er bara einn og hálfur mánuður í Ameríku. Og eftir það má fara að telja niður fyrir Ítalíu. En ég þarf líka að finna einhvern veginn út úr því hvernig ég get komið dvd spilaranum til Danmerkur fyrir apríl. Veit einhver um einhvern sem er á leið til Köben í náinni framtíð...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter