fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Þetta er nottlega bilun. Klukkan er sex að morgni. Ég held að ég hafi vaknað af því ég þurfti að missa en trúlega hefur kötturinn vakið mig. Hún þarf að fara út á nóttinni greyið til að pissa því nú er hún kettlingafull og er trúlega eins og við konunarnar í sama ásigkomulagi. Þarf að vakna um átta til að láta vita að Katrín og Tristan komi ekki í skólann. Nú er stefnt á bandaríska sendiráðið að sækja um ríkisborgararétt fyrir Tristan og passa fyrri allt stóðið.
Og svo var ég að fatta það að hún Katrín mín á afmæli á sunnudaginn. Hversu utan við sig í tíma er hægt að vera að muna ekki eftir afmælinu hennar. Hún er svo sallaróleg líka að hún hefur ekki minnt nokkurn mann á það að hún er að verða ellefu ára. Ekki eins og systir hennar sem spyr mörgum mánuðum fram í tímann hvað hún megi fá í afmælisgjöf og fer svo að gera kröfur þegar fer að líða af afmæli. Mikill munur á þeim systrum í kröfum. Þannig að ég þarf ræða þetta við hana og fara að undirbúa fyrsta barnaafmæli ársins. En nú ætla ég að tékka á hvort kötturinn hefur lokið sínum þörfum svo ég geti haldið áfram að sofa...
Og svo var ég að fatta það að hún Katrín mín á afmæli á sunnudaginn. Hversu utan við sig í tíma er hægt að vera að muna ekki eftir afmælinu hennar. Hún er svo sallaróleg líka að hún hefur ekki minnt nokkurn mann á það að hún er að verða ellefu ára. Ekki eins og systir hennar sem spyr mörgum mánuðum fram í tímann hvað hún megi fá í afmælisgjöf og fer svo að gera kröfur þegar fer að líða af afmæli. Mikill munur á þeim systrum í kröfum. Þannig að ég þarf ræða þetta við hana og fara að undirbúa fyrsta barnaafmæli ársins. En nú ætla ég að tékka á hvort kötturinn hefur lokið sínum þörfum svo ég geti haldið áfram að sofa...
Comments:
Skrifa ummæli