<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 07, 2004

Ég fékk í morgun nú orðið fátítt brjálæðiskast. Vaknaði við það í morgun kl. átta að John var í sturtu. Börnin ekki komin í snjógallana og eftir að skafa af bílnum og ég veit ekki hvað. Ég þoli ekki svona óstundvísi sérstaklega þegar kvartað var yfir því að stelpurnar hefðu mætt nokkrum sinnum of seint í skólann fyrir jól. Og ekki bætti úr skák að Katrín vildi vera í snjóbuxum af Petru sem Petra hafði sagt já við áður en hún fór út. Um leið og hún stóð í dyrunum og horfði út vildi hún fá buxurnar aftur. Katrín neitaði að fara úr þeim og þær görguðu hver á aðra á meðan Tristan klæddi sig í mestu makindum og engum flýti í gallann sinn. Og John enn í sturtu. Þau voru varla komin út úr dyrunum alveg örugglega aðeins of sein þegar ekki tók betra við til að hressa mína morgunfúlmennsku. Öll borð í eldhúsinu uppfull af óhreinu leirtaui. Ég hafði nefndilega skroppið til Maríu eftir kóræfinguna í gær og komið heim södd og sæl eftir saltkjöt hjá mömmu hennar og því bara alls ekkert farið í eldhúsið.
Það er alveg með ólíkindum að John, að ég tali nú ekki um Hrund, virðast geta komið því inn í sinn haus að helv....uppþvottavélin er ekki með sjálfvirka arma sem teygja sig upp á borð til að ná í óhreina leirtauið. Og hún tekur ekki úr sér sjálf. En í alvöru talað held ég að ég komi aldrei til með að koma þessu inn í þeirra meðvitund.
En eftir að hafa hent í gólfið því sem var ekki brothætt úr uppþvottavélinni og síðan eftir góðan, sterkan kaffibolla og þrjár sígarettur og moggalestur lægði aðeins og ég gat sest við tölvuna mína og dúllað mér. Og svo náttúrlega þegar John kom heim úr vinnunni var ég búin að elda ógeðslega gott spaghetti carponara og öll fýla löngu fokin út í veður og vind. En ég eldaði nú bara af því ég var svo asskoti svöng eitthvað...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter