mánudagur, febrúar 02, 2004
Helgin fór í leti og meiri leti eftir þorrablótið á föstudagskvöldið sem svar skínandi skemmtilegt í ofurstóru húsi Kristínar Lýðs og hennar ektamaka. Allir mátulega fullir og saddir af súrsuðum hrútspungum og fleira góðgæti sem venja er að gæða sér á þorra.
En í dag er ég lurkum lamin eftir allsherjar dekur í Laugum. Var að nota lúxusnuddið sem John fékk í jólagjöf frá vinnunni og bætti svo þar ofan á andlitshreinsun og litun. Þessi staður er eitt allsherjar aromatherapy, sem útleggst á okkar ylhýra ilmefnameðferð. Nuddað upp úr allskyns olíum og fíneríi sem ég kann engin nöfn á. Innifalið í þessu lúxusnuddi var góðfúslegt leyfi til að nýta sér aðstöðu baðstofunnar sem er yfirfull af allskyns sturtum og gufum með mismunandi ilmum, heitu eða köldu vatni, þurri eða blautri gufu, fossasturtu og guð má vita hvað annað. Ekki gafst mér nú samt tækifæri á eftir fjögurra klukkustunda ilmefnameðferð að notfæra mér öll þessi þægindi, þar sem ekki er mælt með því að þvo af sér allan þennan ilm samdægurs. Svo þannig fór um sjóferð þá.
Ég var nú nokkuð ánægð með alla þessa therapíu nema litunin var nú ekki alveg að gera sig. Ég sé ekki nokkurn mun á mínum augnaháradruslum, þ.e. þau sjást ekkert frekar nú en áður. En það er ekki hægt að ætlast til að alls sé fullkomið. Sem sagt nuddið var gott, andlitsendurnæringarmeðferðin fín, nema ég er verri í augunum en áður og var nú ekki á það bætandi. Ég er orðin eins og John Hurt til augnanna og þar er sko leiðum að líkjast. Mann með meiri poka undir augunum er varla hægt að finna og honum veitti svo sannarlega ekki af extreme makeover, allavega ef hann væri kona sem hann er víst ekki og kemst því upp með það að vera bara sjarmerandi með alla þessa augnpoka. Ég get allavega með góðu móti dregið mitt auga í pung!
En nú verð ég aðeins að renna yfir ítölskuna fyrir tímann í kvöld...
En í dag er ég lurkum lamin eftir allsherjar dekur í Laugum. Var að nota lúxusnuddið sem John fékk í jólagjöf frá vinnunni og bætti svo þar ofan á andlitshreinsun og litun. Þessi staður er eitt allsherjar aromatherapy, sem útleggst á okkar ylhýra ilmefnameðferð. Nuddað upp úr allskyns olíum og fíneríi sem ég kann engin nöfn á. Innifalið í þessu lúxusnuddi var góðfúslegt leyfi til að nýta sér aðstöðu baðstofunnar sem er yfirfull af allskyns sturtum og gufum með mismunandi ilmum, heitu eða köldu vatni, þurri eða blautri gufu, fossasturtu og guð má vita hvað annað. Ekki gafst mér nú samt tækifæri á eftir fjögurra klukkustunda ilmefnameðferð að notfæra mér öll þessi þægindi, þar sem ekki er mælt með því að þvo af sér allan þennan ilm samdægurs. Svo þannig fór um sjóferð þá.
Ég var nú nokkuð ánægð með alla þessa therapíu nema litunin var nú ekki alveg að gera sig. Ég sé ekki nokkurn mun á mínum augnaháradruslum, þ.e. þau sjást ekkert frekar nú en áður. En það er ekki hægt að ætlast til að alls sé fullkomið. Sem sagt nuddið var gott, andlitsendurnæringarmeðferðin fín, nema ég er verri í augunum en áður og var nú ekki á það bætandi. Ég er orðin eins og John Hurt til augnanna og þar er sko leiðum að líkjast. Mann með meiri poka undir augunum er varla hægt að finna og honum veitti svo sannarlega ekki af extreme makeover, allavega ef hann væri kona sem hann er víst ekki og kemst því upp með það að vera bara sjarmerandi með alla þessa augnpoka. Ég get allavega með góðu móti dregið mitt auga í pung!
En nú verð ég aðeins að renna yfir ítölskuna fyrir tímann í kvöld...
Comments:
Skrifa ummæli