<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Letihelgi liðin hjá og komin ný vika. Og ekki hef ég staðið í neinum stórræðum undanfarna daga frekar en fyrri daginn. Að vísu kláraði ég að uppfæra portfóliuna mína á heimasíðunni minni og hjálpa Stínu pínulítið með engum árangri og svo ekki söguna meir. Börnin mín fóru með pabba sínum á skíði á sunnudaginn og fíluðu það í botn. Skil stundum ekki hvað maðurinn minn er duglegur að gera alla mögulega og ómögulega hluti með þeim. Og á meðan þau eru einhvers staðar að gera eitthvað skemmtilegt eyði ég yfirleitt deginum á náttfötunum í tölvunni. Svo er María búin að vera hér í allan dag að gera bókhaldið fyrir John. Hún ætlaði sér nú eitthvað að kenna mér að gera þetta, en áhugi minn fyrir bókhaldi er nákvæmlega enginn. Vann við svona í KÁ í gamla daga og fannst það ágætt þá en úff....ég bara meika ekki svona pappírsvinnu. Svo fór ég með Maríu og Arne að skoða eitt raðhús, eitt einbýlishús og eina íbúð í dag og svo fórum við John ásamt þeim að skoða hús hér í Kópavoginum sem ég varð að skoða til að sannfærast um að þetta hús hentaði mér ekki. Ekki vantaði nú stærðina á þetta hús og geðveika staðsetningu niður við Arnarnesvoginn, en húsið sjálft alveg ótrúlega illa skipulagt og hreinlega mætti moka öllu þar út. So...draumastaður en ekki draumahús. Mundi kosta margar milljónir að gera það almennilegt.
Svo fóru Robbi og Hrund að skoða íbúð til leigu á Grettisgötunni og ekki var það nú alveg heldur að ganga upp. En þeim er greinilega alvara með að fara að búa saman og dóttir mín í alvöru að fara að flytja að heima, þessi elska...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter