miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Nuddaranum tókst að nudda í mig kvef, allavega vaknaði ég í morgun þurr í hálsinum með áru út úr auganu. Í gærkvöldi sá ég risastóra zikzak áru út úr hinu auganu, lýsir sér svoldið eins og systir mín segist sjá þegar hún er að fá mígrenikast, en þann ára er ég nú laus við. Hún sér hálft andlit á fólki og einhverjar árur og þá veit hún að kast er í aðsigi. En árans áran fór þegar ég var búin að lesa hálfan Moggann. Fór þrátt fyrir þetta hæsi í söngtíma og mínar tvær kóræfingar og það er alveg ótrúlegt hvað hægt að syngja yfir svona hæsi. Nokkuð ljóst að ég þarf að leggjast yfir textalærdóm í náinni framtíð. Þó að ég komi ekki til að vera með á Léttsveitartónleikunum sökum Bandaríkjaferðar fer ég til Ítalíu og þarf víst að kunna mína texta þar eins og aðrir. Fyrir mér vefst líka fyrsta setningin í Volare eins og reyndar allar hinar setningarnar. Ekki nóg að muna að einhvers staðar kemur lontano.
Þreif baðið í morgun enda ekki vanþörf á en meiru áorkaði ég ekki í tiltekt. Þrátt fyrir mína ítölsku daga á tiltekarplaninu gengur illa að fara eftir því, enda má eiginlega segja að það sé hámark minnar bjartsýni að plana eitthvað fram í tímann og örugglega allra síst hvenær ég er í stuði til að laga til. Taldi bara sjálfri mér trú um að ef ég næði því að gera eitthvað pínulítið á hverjum degi yrði þetta aldrei neitt mál og húsið væri alltaf sæmilega spikk og span. En nei, ó nei, ekki alveg svo einfalt. Kannski ætti ég líka að setja mér fyrir hversu langan tíma þetta má taka á hverjum degi, svona eins og ég gerði tilraun til að gera þegar ég var að lesa fyrir sögupróf í gamla daga. Einhvern veginn var það alltaf þannig þegar ég gerði tilraun til að lesa þessa blessuðu mannkynssögu Óla Þ. að hugurinn fór eitthvað allt annað og þá byrjaði ég að ákveða að lesa svona 20 bls. á klukkutíma og að lokum voru þær komnar niður í tvær og ég náði því varla. Þannig að svona skipulagsagaleysi er mér greinilega bara í blóð borið og lítið hægt að breyta því. Góð afsökun að segja að þetta liggi bara í genunum. En var ekki hámark hraðans að kúka út um glugga á 10 hæð, hlaupa niður og sjá hann koma út...
Þreif baðið í morgun enda ekki vanþörf á en meiru áorkaði ég ekki í tiltekt. Þrátt fyrir mína ítölsku daga á tiltekarplaninu gengur illa að fara eftir því, enda má eiginlega segja að það sé hámark minnar bjartsýni að plana eitthvað fram í tímann og örugglega allra síst hvenær ég er í stuði til að laga til. Taldi bara sjálfri mér trú um að ef ég næði því að gera eitthvað pínulítið á hverjum degi yrði þetta aldrei neitt mál og húsið væri alltaf sæmilega spikk og span. En nei, ó nei, ekki alveg svo einfalt. Kannski ætti ég líka að setja mér fyrir hversu langan tíma þetta má taka á hverjum degi, svona eins og ég gerði tilraun til að gera þegar ég var að lesa fyrir sögupróf í gamla daga. Einhvern veginn var það alltaf þannig þegar ég gerði tilraun til að lesa þessa blessuðu mannkynssögu Óla Þ. að hugurinn fór eitthvað allt annað og þá byrjaði ég að ákveða að lesa svona 20 bls. á klukkutíma og að lokum voru þær komnar niður í tvær og ég náði því varla. Þannig að svona skipulagsagaleysi er mér greinilega bara í blóð borið og lítið hægt að breyta því. Góð afsökun að segja að þetta liggi bara í genunum. En var ekki hámark hraðans að kúka út um glugga á 10 hæð, hlaupa niður og sjá hann koma út...
Comments:
Skrifa ummæli