<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Sér er nú hver vitleysan. Nú er eitthvað fólk sem ég þekki ekki neitt farið að kommentera á það sem maður lætur út úr sér. Mér finnst nú lágmarkið að fólk láti í ljós skoðanir sínar undir nafni sérstaklega ókunnugt fólk...hmm...en nóg um það.
Ég er enn hálfandlaus þó dagur sé að kvöldi kominn og ég ætti að vera að færast öll í aukana. Þessi dúndrandi árshátíð Léttsveitarinnar er enn í huganum og verður eitthvað áfram. Þvílíkt stuð og skemmtilegheit. Hvert atriði á dagskránni öðru betra og eftir svona hlátur er ég hrædd um að líf mitt vari að eilífu. Og það er gott að vita það að þegar hrukkurnar fara að verða of miklar er bara að skella sér úr brjóstahaldaranum. Kostar ekki neitt.
Petra mín að fara á morgun í skólabúðir í heila viku. Þær vinkonurnar eru búnar að vera að æfa skemmtiatriði hér í margar vikur. Og öll börnin mín komin með það á hreint hvað þau ætla að vera á öskudaginn, ekki ráð nema í tíma sé tekið. Tristan ætlar að vera Baktus og Cesar vinur hans Karíus. Sko Karíus er nefnilega stærri. Petra Kristín sem spurði mig um það um daginn hvort ég hefði verið til þegar "eightís" tiskan var ætlar að vera eightís og búin að finna föt af aldraðri móður sinni. Katrín ætlar svo að vera pempía - sem er í hennar huga nafn yfir svona svísu eða gelgju. Ég mundi nú frekar nota orðið drós eða eitthvað sem ég vil ekki nefna við börnin mín.
En nú ætla ég að horfa á eitthvað í sjónvarpinu, popppunkt kannski...

Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter