sunnudagur, febrúar 22, 2004
Stundum er ég latasta mamma í heimi og sú allra gleymnasta. Var nærri búin að gleyma afmælinu hennar Katrínar minnar, kveikti á perunni þegar mail kom frá Gospelsystrum um dans í Kramhúsinu og söng í Grafarvogskirkju þann 22. febrúar og þá...ding...Katrín á afmæli þann dag. Halló hversu gleymnar geta mömmsur eiginlega leyft sér að vera. En í dag var farið af stað í afmælisgjafakaup og endað á æðislega flottu reiðhjóli handa stúlkunni. Hún var alsæl þó hún láti það nú ekkert of mikið í ljós. Þessi stúlka mín er afskaplega dul og sérkennileg. Getur dundað sér inni í herbergi tímunum saman án þess að nokkur verði hennar var og hún er þá búin að skapa heilu listaverkin. En tiltekt er aftur á móti allt annar handleggur. Hún reynir í lengstu lög að sleppa því og kemst því miður allt of oft upp með það þar sem þolinmæði mína þrýtur yfirleitt eftir nokkrar vikur. Herbergið hennar blasir líka við manni þegar inn í holið er komið. Ætti eiginlega að færa hana í eitthvað annað herbergi þar sem allt þetta dótarí sést ekki. Það stendur vonandi til bóta þegar sú elsta flytur í kjallaranum og Petra flytur þangað í staðinn. Þá færi ég Katrínu og veggurinn verður tekin niður aftur á milli herbergja Tristans og Katrínar. En það er trúlega seinni tima mál þar sem ég sé ekki nokkuð fararsnið á Hrunsunni í kjallaranum.
Og svo er leti mín svo mikil að ég er búin að humma það fram af mér í allan dag að baka fyrir þetta afmæli. Byrjaði ekki á því fyrr en um hálf tólf. Skil ekki alveg af hverju ég geri þetta þar sem þetta tekur nú ekki langan tíma að snara í nokkrar tertur. Er búin að baka muffins, afmæliskökuna, perutertu og bananarúllutertu og það tók bara einn og hálfan tíma. Mestur tími fer í að bíða eftir að kakan bakist. Sem sagt það búið.
Axel pípari er búin að vera hér frá því í morgun að taka í gegn hitakerfið hér í húsinu sem hefur verið í rauninni must síðan við fluttum hér inn en aldrei verið til peningar fyrr en nú. Hann er sem sagt búin með rörir og þrýstijafnarann og ofnakranana niðri, búin að skifta um krana á vaskinum á baðinu og kemur svo á mánudaginn og klárar ofnana hérna uppi. Þetta er allt annað líf nú þegar, ekkert syngur í ofnunum þó þeir séu settir á fullt.
Og svo keypti ég mér nýjan gemsa í dag. Voðalega lítill og sætur, eiginlega allt of lítill þar sem ég sé akkúrat ekkert á hann gleraugnalaus. Almáttugur hvað þessi elli kerling fer illa með sjónina. Hún bara versnar og versnar og mun víst aldrei skána aftur. Já, mikil er mæða mín...
Og svo er leti mín svo mikil að ég er búin að humma það fram af mér í allan dag að baka fyrir þetta afmæli. Byrjaði ekki á því fyrr en um hálf tólf. Skil ekki alveg af hverju ég geri þetta þar sem þetta tekur nú ekki langan tíma að snara í nokkrar tertur. Er búin að baka muffins, afmæliskökuna, perutertu og bananarúllutertu og það tók bara einn og hálfan tíma. Mestur tími fer í að bíða eftir að kakan bakist. Sem sagt það búið.
Axel pípari er búin að vera hér frá því í morgun að taka í gegn hitakerfið hér í húsinu sem hefur verið í rauninni must síðan við fluttum hér inn en aldrei verið til peningar fyrr en nú. Hann er sem sagt búin með rörir og þrýstijafnarann og ofnakranana niðri, búin að skifta um krana á vaskinum á baðinu og kemur svo á mánudaginn og klárar ofnana hérna uppi. Þetta er allt annað líf nú þegar, ekkert syngur í ofnunum þó þeir séu settir á fullt.
Og svo keypti ég mér nýjan gemsa í dag. Voðalega lítill og sætur, eiginlega allt of lítill þar sem ég sé akkúrat ekkert á hann gleraugnalaus. Almáttugur hvað þessi elli kerling fer illa með sjónina. Hún bara versnar og versnar og mun víst aldrei skána aftur. Já, mikil er mæða mín...
Comments:
Skrifa ummæli