föstudagur, febrúar 13, 2004
Tjáningarþörf mín er í lágmarki þessa dagana en leti mín í hámarki. Stundum er nú allt í lagi að hafa enga nennu en það eru samt sem áður takmörk fyrir því hvað hægt er að leyfa sér það lengi. Nennti t.d. alls ekki að fara með bílinn í skoðun á þriðjudaginn en fór svo með hann í dag og fékk á hann fulla skoðun þrátt fyrir flautuleysi. Skoðunarmaðurinn gerði einungis athugasemd við það. Kannski hefur hann séð á mér að flautan væri nú eitthvað sem ég þyrfti nauðsynlega að hafa og mundi trúlega láta gera við það án mikillar pressu. Ég uppgötvaði þessa bilun um leið og ég náði í bílinn úr réttingu og sprautun og lenti fyrir aftan einhverja gufu í umferðinni. Ég er ekki mjög þolinmóð t.d. á ljósum og þegar fólk svína fyrir mann. Hreinlega læt það fara í mínar fínustu taugar.
Og mér til mikillar gleði er ég búin að redda tansporti á dvd spilaranum til Danmerkur. Og að sjálfsögðu var það Léttsveitarkona sem þar hljóp undir bagga. Hún Helga Sigurgeirs er að fara um helgina í rómantíska valentínusardagsferð til Köben og ætlar að gera mér þann stórgreiða að koma spilaranum til kóngsins Köben þar sem hann er í ábyrgð. Ég vona nú samt að ég eyðileggi ekki helgina fyrir henni með þessu veseni mínu. Ragnhildur ætlar svo að koma honum í viðgerð fyrir mig og koma með hann heim aftur þegar hún kemur í apríl. Já, það er gott að eiga góða að. Að vísu er þetta svoldið langur tími án videós þar sem ég er mikill sjónvarpssjúklingur miðað við það sem heimilisfólkið hér segir og ég verð að trúa því og tek mikið upp þegar hittist þannig á að allir mínir uppáhaldsþættir eru á sama tíma á mismunandi stöðvum. En ég hlýt að lifa það af að nota gamla vídeóið á meðan.
Og nú líður að árshátíð. Fór með Maríu í gær (reyndar fyrradag skv. nákvæmu tímatali) í Flex þar sem hún fann æðislega fallegan kjól. Já, það leynist ýmislegt fallegt í þeirri búð en það kostar líka sitt. En nú er útsala og 50% afsláttur svo verðið er viðráðanlegra þó enn sé það rándýrt. En þessi kjóll er æði og María æði í honum og það er það sem öllu máli. skiptir.
Er búin að fara með þeim að skoða fullt af íbúðum bæði í gær og í dag. Ég elska að skoða hús og íbúðir og einhvern veginn nenna þau að hafa mig með. Mér finnst frábært að fá útrás fyrir þessa undanlegu áráttu mína að hafa gaman af þessu. Fannst það alltaf leiðinlegast af öllu í þau skipti sem ég hef skipt um íbúð þegar ég loksins fann það sem ég leitaði að. Þá var náttúrlega ekki hægt að draga John með sér að skoða meira. Ég gæti haft þetta fyrir hobbí, mér finnst þetta svo gaman. Ætli þetta sé óendanleg forvitni eða ....
Og mér til mikillar gleði er ég búin að redda tansporti á dvd spilaranum til Danmerkur. Og að sjálfsögðu var það Léttsveitarkona sem þar hljóp undir bagga. Hún Helga Sigurgeirs er að fara um helgina í rómantíska valentínusardagsferð til Köben og ætlar að gera mér þann stórgreiða að koma spilaranum til kóngsins Köben þar sem hann er í ábyrgð. Ég vona nú samt að ég eyðileggi ekki helgina fyrir henni með þessu veseni mínu. Ragnhildur ætlar svo að koma honum í viðgerð fyrir mig og koma með hann heim aftur þegar hún kemur í apríl. Já, það er gott að eiga góða að. Að vísu er þetta svoldið langur tími án videós þar sem ég er mikill sjónvarpssjúklingur miðað við það sem heimilisfólkið hér segir og ég verð að trúa því og tek mikið upp þegar hittist þannig á að allir mínir uppáhaldsþættir eru á sama tíma á mismunandi stöðvum. En ég hlýt að lifa það af að nota gamla vídeóið á meðan.
Og nú líður að árshátíð. Fór með Maríu í gær (reyndar fyrradag skv. nákvæmu tímatali) í Flex þar sem hún fann æðislega fallegan kjól. Já, það leynist ýmislegt fallegt í þeirri búð en það kostar líka sitt. En nú er útsala og 50% afsláttur svo verðið er viðráðanlegra þó enn sé það rándýrt. En þessi kjóll er æði og María æði í honum og það er það sem öllu máli. skiptir.
Er búin að fara með þeim að skoða fullt af íbúðum bæði í gær og í dag. Ég elska að skoða hús og íbúðir og einhvern veginn nenna þau að hafa mig með. Mér finnst frábært að fá útrás fyrir þessa undanlegu áráttu mína að hafa gaman af þessu. Fannst það alltaf leiðinlegast af öllu í þau skipti sem ég hef skipt um íbúð þegar ég loksins fann það sem ég leitaði að. Þá var náttúrlega ekki hægt að draga John með sér að skoða meira. Ég gæti haft þetta fyrir hobbí, mér finnst þetta svo gaman. Ætli þetta sé óendanleg forvitni eða ....
Comments:
Skrifa ummæli