<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 14, 2004

To be or not to be...þar liggur efinn...Komin heim úr fjölskyldupartýi í Melgerðinu. Dúndrandi gott grillað lambalæri að hætti Melgerðinga, mikið blaðrar og slúðrað og sungið. Ég held að John sé kominn upp í rúm, allavega heyri ég ekki í honum hér á röltinu. Ég held að ég ætti að gera slíkt hið sama. Það fer stundum í taugarnar á mér hvað ég er ligeglad með allt í kringum mig. Eiginlega ekkert sem pirrar mig verulega og allra síst að það gerist lengi. Og svo hef ég voðalega litla skoðun á hinum ýmsustu málefnum sem ég ætti alveg að hafa skoðun á.
Reyndar var svona í lokin eitthvað farið að ræða um væntanlega uppdubbun á Ruth Reginalds og helst að karlpeningnum fyndist þetta algjör óþarfi og vitleysa og manneskjan ætti bara að drífa sig í ræktina eða eitthvað. Halló, ekki mundi ég slá hendinni á móti því að láta lappa aðeins upp á mig fyrir heilar 5 milljónir þó svo að alþjóð fengi að fylgjast með því. Aftur á móti finnst mér skítalykt af þessu máli eftir að ég komst að því að Hanna Kristín Didriksen eða hvað hún nú heitir er einhvers konar verkefnisstjóri yfir þessu öllu saman. Hvernig gengur það eiginlega fyrir sig í þessu þjóðfélagi, konan búin að hafa hundruð ef ekki milljónir af blásaklausum nemendum í snyrtinámi og nú er hún að reyna að ná sér á strik aftur og þetta hlýtur að vera dúndrandi auglýsing fyrir hana. Held nú samt að hún hafi ekki átt von á svona neikvæðri umræðu eins og hefur farið að stað síðan þessir asssk.....femínistar fóru að skipta sér af þessu. Mun aldrei líta femínista sömu augum eftir gigg Léttsveitarinnar hjá þeim í Leikhúskjallaranum um árið. Þar sýndu þær þvílíkt dæmalaust virðingarleysi gagnvart heilum kvennakór að það hálfa hefði verið nóg og síðan er alveg sama hvern fjandann þær láta úr úr sér fara....ég er bara á móti þeim. Svo ég segi bara áfram Ruth, haltu þínu striki og láttu bara gera þig sæta. Ég vildi allavega óska þess að ég gæti sagt með góðu móti "sjáðu sæta naflann minn". En það get ég því miður ekki, því eftir fjórar meðgöngur er minn sæti nafli kominn með skeifu...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter