sunnudagur, mars 21, 2004
Búin í bloggbindindi í bili. Heimilið enn að jafna sig eftir að diskurinn á byrja.is hrundi og enn hefur ekki verið hægt að endurheimta neitt af þeim gögnum sem þar voru. Sem sagt allar líkur á því að byrja.is sé búið að vera og John ætlar alls ekki að byrja upp á nýtt. Fimm ára vinna fyrir bý og þar við situr í bili að minnsta kosti.
Og hér hefur fjölgað um heila fjóra fjölskyldumeðlimi. Kattarnóran gaut fjórum fallegum og heilbrigðum kettlingum aðfaranótt fimmtudags. Enginn þeirra eins og allir algjör krútt.
Búið að flísaleggja eldhúsið og þetta er allt annað líf. Og nú vildi ég bara óska þess að ég ætti meiri peninga til að framkvæma meira hér í húsinu. En nú verð ég víst bara að vera þolinmóð og fara að spila í lottói eða fá mér vinnu, hmm.
Að öðru leyti hef ég svo sem ekkert merkilegt að tjá mig um á þessu stigi málsins...
Og hér hefur fjölgað um heila fjóra fjölskyldumeðlimi. Kattarnóran gaut fjórum fallegum og heilbrigðum kettlingum aðfaranótt fimmtudags. Enginn þeirra eins og allir algjör krútt.
Búið að flísaleggja eldhúsið og þetta er allt annað líf. Og nú vildi ég bara óska þess að ég ætti meiri peninga til að framkvæma meira hér í húsinu. En nú verð ég víst bara að vera þolinmóð og fara að spila í lottói eða fá mér vinnu, hmm.
Að öðru leyti hef ég svo sem ekkert merkilegt að tjá mig um á þessu stigi málsins...
Comments:
Skrifa ummæli