föstudagur, mars 05, 2004
Ekki skánar ástandið á bloggurum. Willa er sú eina sem eitthvað nennir að skrifa. Fór með Maríu í sumarbústað foreldra hennar í gær og þvílík sæla að vera í þessum fallega bústað. Við gerðum nákvæmlega ekki neitt, elduðum okkur carbonara, drukkum rauðvín, fórum í sauna og heita pottinn og gláptum á sjónvarpið og lásum og spjölluðum saman um heima og geima. Dásamleg afslöppun og frekar leiðinlegt að koma heim í allt draslið, uppvaskið enn á vaskinum og allt nákvæmlega eins og þegar ég fór nema bara öllu verra og meira drasl. Og svo er þvottavélin mín ekki viðgerðarinnar virði greyið. Svo þar fór síðasta stóra tækið á heimilinu sem bilað getur. En þvottavélin mín sú arna er nú aldeilis búin að duga greyið árgerð 1986 svo það var kannski ekki við öðru að búast. Nú eru farnar í henni legurnar sem gerist nú með aldrinum. Er ekki alltaf verið að skipta um kúlulegur í mjöðmum á fólki. Get látið þvottavélagarminn ganga svona þangað til hún gefst endanlega upp.
Og ég kemst ekki að neinni niðurstöðum með hvað ég á að setja á eldhúsgólfið sem er orðið ennþá eldra en þvottavélin eða síðan húsið hér var byggt árið 1968. Gæti alveg þegið góð ráð með hvað er best á þetta blessað gólf. Hvað passar við upprunalega eldhúsinnréttingu frá 68 úr tékki og hvítum plastplötum?? Mér er spurn.
Annars er svo sem ekkert merkilegt að gerast í mínu lífið frekar en fyrri daginn...
Og ég kemst ekki að neinni niðurstöðum með hvað ég á að setja á eldhúsgólfið sem er orðið ennþá eldra en þvottavélin eða síðan húsið hér var byggt árið 1968. Gæti alveg þegið góð ráð með hvað er best á þetta blessað gólf. Hvað passar við upprunalega eldhúsinnréttingu frá 68 úr tékki og hvítum plastplötum?? Mér er spurn.
Annars er svo sem ekkert merkilegt að gerast í mínu lífið frekar en fyrri daginn...
Comments:
Skrifa ummæli