<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 01, 2004

Það er náttúrlega engin hemja að nenna ekki að blogga lengur. Það virðast allir vera haldnir andleysi og leti sem stunda þessa undarlegu iðju. Ég var að enda við að horfa á óskarinn í nýja sjónvarpinu mínu. Mér varð nefnilega loksins að ósk minni um að þetta sjónvarp mitt gæfi upp öndina og í gær hætti að heyrast nokkuð í því nema í gengum videóið. Og þvílíkur munur að vera komin með risastórt breiðtjald. Að vísu virkaði þetta sjónvarp bara passlega stórt í búðinni en þegar heim var komið er þetta svoldið mikið risastórt en ógislega flott.
Annars er ég haldin sama andleysinu og flestir aðrir bloggarar, hef eiginlega ekkert að segja og eiginlega heldur enga þörf fyrir að tjá mig. Er aðallega búin að eyða vikunni í að skoða hús og fleiri hús með Maríu en hún finnur ekkert sem henni líkar. Að vísu var alveg rosalega flott raðhús sem við skoðuðum í Hafnarfirði en þau sækja allt til Reykjavíkur og það er því skiljanlegt að þau vilji halda sig þar. En það hlýtur að koma að því að þau detta niður á draumahúsið sitt.
Og hinn fallega ljóti og sexí Sean Penn fékk óskarinn...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter