mánudagur, mars 15, 2004
Þetta er nú búin að vera meiri helgin. Það sem maður leggur á sig fyrir Léttsveitina er alveg til að æra óstöðugan. Vakað til sjö á laugardagsmorgun og líka á sunnudagsmorgun. Og svo voru John og börnin send út af örkinni í dag og þau komu ekki heim fyrr en um hálf eitt og skóli á morgun. Petra búin að vera alla dagana en Katrín og Tristan í gær og í dag. Og Hrund og Robbi fengu að sleppa deginum í dag eins og ég. Svo er bara að krossa fingur og vona að þetta fari inn á Léttsveitarreikninginn á réttum tíma. Við eigum það svo sannarlega skilið eftir alla þessa vinnu. En nú er líka komið að öðrum að safna inn á Ítalíureikninginn. Ég hef lokið við minn skammt og rúmlega það. Þetta var voða gaman en anski strempið. Og nóg um það.
Flísarnar að komast á eldhúsið, verður vonandi klárað á morgun. Vantaði nokkrar flísar sem ég þarf að fara og kaupa á morgun og líka hraðlím svo hægt sé að fúa á morgun. Og eldhúsið verður glæsilegt eftir gólfskiptin. Úllala.
Og svo mundi ég eftir því að ég er að fara í klippngu í fyrramálið og ég þarf að koma plakatinu í prentun og gera miðana fyrir tónleikana.
Druslaðist til að ganga frá einhverju af öllum þessum þvotti sem búið var að brjóta svo vandlega saman en hafði ekki ratað í skápana. Það mætti stundum halda að hér byggju 100 manns en ekki sex miðað við magnið af óhreinu taui sem hér safnast upp. Og þó að ég sé stundum voðalega löt við að elda langar mig aldrei meira til þess en núna þegar eldavélin stendur hér í stofunni ótengd.
Og kattaranginn á að fara að gjóta á næstu dögum. Hún hegðar sér voðalega undarlega og er orðin feit og pattaraleg. Hér er veðmál í gangi hvað hún er með marga kettlinga, ég segi þrjá, John segir fimm og aðrir skipta um skoðun daglega. En ég held að ég ætti að koma mér í rúmið, er farin að sjá allt í móðu og ekki til stórræðanna...
Flísarnar að komast á eldhúsið, verður vonandi klárað á morgun. Vantaði nokkrar flísar sem ég þarf að fara og kaupa á morgun og líka hraðlím svo hægt sé að fúa á morgun. Og eldhúsið verður glæsilegt eftir gólfskiptin. Úllala.
Og svo mundi ég eftir því að ég er að fara í klippngu í fyrramálið og ég þarf að koma plakatinu í prentun og gera miðana fyrir tónleikana.
Druslaðist til að ganga frá einhverju af öllum þessum þvotti sem búið var að brjóta svo vandlega saman en hafði ekki ratað í skápana. Það mætti stundum halda að hér byggju 100 manns en ekki sex miðað við magnið af óhreinu taui sem hér safnast upp. Og þó að ég sé stundum voðalega löt við að elda langar mig aldrei meira til þess en núna þegar eldavélin stendur hér í stofunni ótengd.
Og kattaranginn á að fara að gjóta á næstu dögum. Hún hegðar sér voðalega undarlega og er orðin feit og pattaraleg. Hér er veðmál í gangi hvað hún er með marga kettlinga, ég segi þrjá, John segir fimm og aðrir skipta um skoðun daglega. En ég held að ég ætti að koma mér í rúmið, er farin að sjá allt í móðu og ekki til stórræðanna...
Comments:
Skrifa ummæli