laugardagur, mars 06, 2004
Þetta var skrifað í gestabókina á fjölskylduvefnum í dag "Góðan dag, var að leita að uppskriftum og rakst þá á þessa síðu. Síðan er frábærlega gerð og kærkomin tilbreyting að sjá ritvillulausa heimasíðu. Takk fyrir mig". Krúttlegt, ha.
Kláraði Frey í dag og fór með í prentun. Sótti um vegabréf fyrir mig og börnin mín og fékk enn eina flísategundina lánaða heim.
Svo hringdi Þóra í dag og langar að fara í bíó og kaffihús á morgun. Hef ekki heyrt í henni lengi. Hún kvartaði yfir bloggleysi svo kannski maður ætti að fara að taka sig eitthvað á í þeim efnum. Spjallaði við Stínu aðeins á Msn og tékkaði á hvort hún og Hanna væru til í að skreppa í bíó á morgun. Hún vildi frekar fara í kvöld af því Hannan var á leið í leikhús. Ætlaði að hringja aftur í Þóru en steingleymdi því í tiltekt og heimilisrekstri. Svo kom Doddi að skoða flísarnar og mælti með að við kíktum í Áftaborg á morgun og þá hafði rifjast upp fyrir mér að það er langur æfingalaugardagur á morgun hjá Léttsveitinni. Ég algjörlega búin að gleyma því og skildi ekkert hvers vegna Stína spurði hvort hún ætti að leggja inn á reikning fyrir standinum eða koma með það á morgun. Kveikti bara alls ekki. Svona er ég nú orðin gömul og gleymin.
Og auðvitað ætti ég fyrir löngu að vera farin að sofa svo ég verði ekki eins og draugur í fyrramálið og vakni yfirleitt til að mæta á kóræfinguna.
Og svo vann Rúni bróðir hennar Sollu vinkonu tvo miða á Korn tónleikana í beinni í 70 mínútum. Horfi nú yfirleitt ekki en dett stundum inn í þennan þátt þegar ég er að flakka á milli stöðva þegar ekkert spennandi er í sjónvarpinu. Það eru allir að vinna eitthvað þessa dagana nema ég. Gunnsa og hennar hele familie vann t.d. kort í líkamsrækt í einhverjum tappaleik. Kannski er ráðið að spila með í einhverju til að vinna eitthvað...og núna zzzzz....
Kláraði Frey í dag og fór með í prentun. Sótti um vegabréf fyrir mig og börnin mín og fékk enn eina flísategundina lánaða heim.
Svo hringdi Þóra í dag og langar að fara í bíó og kaffihús á morgun. Hef ekki heyrt í henni lengi. Hún kvartaði yfir bloggleysi svo kannski maður ætti að fara að taka sig eitthvað á í þeim efnum. Spjallaði við Stínu aðeins á Msn og tékkaði á hvort hún og Hanna væru til í að skreppa í bíó á morgun. Hún vildi frekar fara í kvöld af því Hannan var á leið í leikhús. Ætlaði að hringja aftur í Þóru en steingleymdi því í tiltekt og heimilisrekstri. Svo kom Doddi að skoða flísarnar og mælti með að við kíktum í Áftaborg á morgun og þá hafði rifjast upp fyrir mér að það er langur æfingalaugardagur á morgun hjá Léttsveitinni. Ég algjörlega búin að gleyma því og skildi ekkert hvers vegna Stína spurði hvort hún ætti að leggja inn á reikning fyrir standinum eða koma með það á morgun. Kveikti bara alls ekki. Svona er ég nú orðin gömul og gleymin.
Og auðvitað ætti ég fyrir löngu að vera farin að sofa svo ég verði ekki eins og draugur í fyrramálið og vakni yfirleitt til að mæta á kóræfinguna.
Og svo vann Rúni bróðir hennar Sollu vinkonu tvo miða á Korn tónleikana í beinni í 70 mínútum. Horfi nú yfirleitt ekki en dett stundum inn í þennan þátt þegar ég er að flakka á milli stöðva þegar ekkert spennandi er í sjónvarpinu. Það eru allir að vinna eitthvað þessa dagana nema ég. Gunnsa og hennar hele familie vann t.d. kort í líkamsrækt í einhverjum tappaleik. Kannski er ráðið að spila með í einhverju til að vinna eitthvað...og núna zzzzz....
Comments:
Skrifa ummæli