laugardagur, mars 13, 2004
Úff, úff, úff. Nú er ég þreytt þó nývöknuð sé, klukkan fjögur á miðjum laugadegi og ég er samt búin að sofa í eina 7 tíma. Þetta var nú meira Kringluævintýrið í nótt. Aldrei hefði ég látið mér detta í hug að ég ætti eftir að eyða hálfum sólarhring í Kringlunni og væri á leið þangað aftur til að vera þar annan hálfan sólarhring. Og ég sagði við Petru að hún gæti skrifað um það í æviminningar sínar að hún hefði nú sofið í Kringlunni.
En sem sagt búin með einn dag af auglýsingatökum og annar dagur framundan. Á sunnudaginn slepp ég en John minn verður að mæta með börnin þannig að Petra verður alla þrjá dagana. Það er nú ekki hægt að segja að þetta hafi gengið sérlega snuðrulaust fyrir sig, endalaus bið en það versta var að fá ekkert almennilegt að borða. Það er ekki nóg að gefa fólki einn kjúklingabita um miðnætti og svo bara gos og kex þess á milli. Vonandi verður þetta eitthvað lagað í dag. Það má eiginlega segja að við höfum haldið okkur gangandi langt fram eftir nóttu með þá von í hjarta að fá að borða allar þær kræsingar sem lagðar voru á langborðið, en nei, ó nei. Sá matur var annað hvort úr plasti eða hafði verið úðaður og lakkaður með allskonar eiturefnum til að þetta liti vel út í mynd. En ég sver það að ef ég hefði komist í návígi við jarðaberin hefði ég sko látið mig hafa það að borða þau þó þau væru hjúpuð lakki.
Ég get nú ekki sagt að ég sé voðalega hress en góð sturta reddar því og gerir mann tilbúna í annan slag í kvöld, því mottóið er: "Allt fyrir Létturnar"...
En sem sagt búin með einn dag af auglýsingatökum og annar dagur framundan. Á sunnudaginn slepp ég en John minn verður að mæta með börnin þannig að Petra verður alla þrjá dagana. Það er nú ekki hægt að segja að þetta hafi gengið sérlega snuðrulaust fyrir sig, endalaus bið en það versta var að fá ekkert almennilegt að borða. Það er ekki nóg að gefa fólki einn kjúklingabita um miðnætti og svo bara gos og kex þess á milli. Vonandi verður þetta eitthvað lagað í dag. Það má eiginlega segja að við höfum haldið okkur gangandi langt fram eftir nóttu með þá von í hjarta að fá að borða allar þær kræsingar sem lagðar voru á langborðið, en nei, ó nei. Sá matur var annað hvort úr plasti eða hafði verið úðaður og lakkaður með allskonar eiturefnum til að þetta liti vel út í mynd. En ég sver það að ef ég hefði komist í návígi við jarðaberin hefði ég sko látið mig hafa það að borða þau þó þau væru hjúpuð lakki.
Ég get nú ekki sagt að ég sé voðalega hress en góð sturta reddar því og gerir mann tilbúna í annan slag í kvöld, því mottóið er: "Allt fyrir Létturnar"...
Comments:
Skrifa ummæli