fimmtudagur, mars 25, 2004
Ég er gleymnari en andsk...Ég hringdi í Sollu vinkonu á afmælisdaginn hennar 22. mars, óskaði henni til hamingju með daginn og spurði svo hvort ekki væri örugglega saumaklúbbur þann 24., þ.e. á fimmtudaginn. Ó jú það var nú aldeilis rétt. Svo boðar Gunnsa komu sína í kaffi í kvöld og hún er varla komin inn úr dyrunum þegar síminn hringir og ég spurð að því hvort ég sé ekki á leiðinni í saumó í Fjörðinn. Alló, alló...átti hann ekki að vera fimmtudaginn 24. mars. Jú, 24. alveg rétt en það er nú óvart miðvikudagur. Ég er sem sagt algjörlega búin að týna áttum í þessum dögum, ekki verið með klukku síðan hún stoppaði tvær mínútur yfir tvö á miðnætti um áramótin og það skiptir mig í rauninni engu máli hvaða dagur er yfirleitt. Og í kvöld í saumklúbbnum mundi ég svo eftir því að ég er víst að fara á árshátíð á laugardaginn. Gott að muna það svona á miðvikudegi en nokkuð víst að ég verð búin að gleyma því á laugardaginn. Ranka kannski við mig tvær mín. yfir tólf.
Annars afrekaði ég það í dag að klára Frey eftir að hafa verið sagt að það væri spurning hver væri í vinnu hjá hverjum. Og svo fór ég og keypti ferðatöskur fyrir Ameríkuferðina og allar hinar utanlandsferðirnar sem ég fer í á þessu ári og næstu árum. Og nú er víst að skella á ferðin til Ameríku. Smátilhlökkun og smákvíði er í mér þessa dagana. Veit ekki af hverju.
Kattartuðran færði kettlingana niður í gær og ég var of sein á kóræfingu fyrir vikið. Ég er allt of meðvirk og finnst þessir litlu sætu kettlingar algjört æði eins og reyndar allt ungviði. Hef ekki hugmynd um af hverju kisan vildi endilega færa kettlingana en niður í þvottahús sótti hún og ef hún hefur ákveðið að vera þar næstu vikurnar er ég ansi hrædd um að Arne máli ekki mikið þvottahúsið á meðan við erum úti. En hann kannski nær að mála sturtuna að innan og ég get það gert restina við tækifæri.
En nú er mál að linni að sinni...
Annars afrekaði ég það í dag að klára Frey eftir að hafa verið sagt að það væri spurning hver væri í vinnu hjá hverjum. Og svo fór ég og keypti ferðatöskur fyrir Ameríkuferðina og allar hinar utanlandsferðirnar sem ég fer í á þessu ári og næstu árum. Og nú er víst að skella á ferðin til Ameríku. Smátilhlökkun og smákvíði er í mér þessa dagana. Veit ekki af hverju.
Kattartuðran færði kettlingana niður í gær og ég var of sein á kóræfingu fyrir vikið. Ég er allt of meðvirk og finnst þessir litlu sætu kettlingar algjört æði eins og reyndar allt ungviði. Hef ekki hugmynd um af hverju kisan vildi endilega færa kettlingana en niður í þvottahús sótti hún og ef hún hefur ákveðið að vera þar næstu vikurnar er ég ansi hrædd um að Arne máli ekki mikið þvottahúsið á meðan við erum úti. En hann kannski nær að mála sturtuna að innan og ég get það gert restina við tækifæri.
En nú er mál að linni að sinni...
Comments:
Skrifa ummæli