<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 08, 2004

Ég er í undarlegu skapi þessa dagana. Eftir frábæran langan laugardag, umvafin hlýju léttanna kom ég heim og helti mér yfir alla hér á heimilinu. Ekki alveg að fatta af hverju. Börnin mín geta stundum algjörlega farið með mig. Þau gegna engu, ganga um eins og þau búi í svínastíu og ef ég skrepp í burtu í einhverja klukkutíma hef ég á tilfinningunni að allir hér hafi ekki gert annað en að bíða eftir að ég komi heim til að róa undir rassinum á þeim. Algjörlega óþolandi.
Í dag aftur á móti draslaðist ég út í búð að vesla í þessu assk...slagviðri og eldaði svo frábæran mat. En ég er eitthvað döpur í hjartanu og vantar að vera glöð...en ekki svona andlaus...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter