mánudagur, mars 29, 2004
Stundum er lán í óláni að karlmenn eru með lægri veikindaþröskuld en konur. Elsku karlinn minn er búin að vera eitthvað slappur undanfarna viku svo hann dreif sig til læknis og út úr blóðrannsóknum kemur í ljós að hann er með sykursýki. Þetta var nú hressilegt sjokk en um leið skárra að þetta kom í ljós áður en við förum til USA. Og nú þarf hann að sprauta sig með insúlíni mörgum sinnum á dag og mæla blóðsykurinn. Og þetta er víst ævilangt. Svo nú verða allir að taka sig á hér á bæ og fara að borða hollari mat, minnka sykurneyslu og eiginlega bara skipta alfarið um mataræði. Förum á morgun að hitta næringarsérfræðing svo John geti vitað hvað hann má borða og hvað ekki. Við vorum nú sjálf búin að áætla að þetta væri sykursýki tegund 2 sem er áunnin sykursýki, en gátum engan veginn skilið að það gæti verið, því hann flokkast ekki undir neitt af þeim áhættuþáttum, þ.e. ekki feitur, reykir ekki, hreyfir sig reglulega og er ekki af asískum eða spænskum ættum. Læknirinn á göngudeild sykursjúkra taldi hins vegar nokkuð víst að þetta væri sykursýki 1 sem er insúlínháð sykursýki. Það þarf að rannsaka blóðið eitthvað meira og senda til útlanda svo trúlega koma niðurstöðurnar úr því á meðan við erum úti. En nú er bara að horfast í augu við staðreyndir og lifa samkvæmt því.
Söngskrá Léttsveitarinnar farin í prentun, ég er að verða búin að þvo allan þvott, pakka niður fötunum af krökkunum og þrífa lauslega húsið. Kettlingsangarnir aðeins farnir að opna augun og búið að flytja þá upp aftur svo Arne geti málað þvottahúsið á meðan við erum úti. Svo kom einhver villa uppí tölvunni minni en María náði að hreinsa út allt sem til skaða var og nú ætti tölvan að vera í skárra ástandi. Það hefði verið að æra óstöðugan ef diskurinn í tölvunni hefði hrunið. Alveg nóg að byrja.is diskurinn hrundi fyrir viku eða hálfum mánuði.
Skattframtöl heimilismeðlima komin til síns heima og okkur ekkert að vanbúnaði að drífa okkur til USA. Nú er bara að finna út úr því hvernig við komumst út á flugvöll með allan þennan farangur. Bíllinn tekur sjö manns en engan farangur þannig að nokkur ljóst er að við verðum að fara að tveimur bílum. Redda því á morgun.
En nú er kominn svefntími. John ætlar í æfingu í fyrramálið og svo förum við að ræða við næringarráðgjafann...
Söngskrá Léttsveitarinnar farin í prentun, ég er að verða búin að þvo allan þvott, pakka niður fötunum af krökkunum og þrífa lauslega húsið. Kettlingsangarnir aðeins farnir að opna augun og búið að flytja þá upp aftur svo Arne geti málað þvottahúsið á meðan við erum úti. Svo kom einhver villa uppí tölvunni minni en María náði að hreinsa út allt sem til skaða var og nú ætti tölvan að vera í skárra ástandi. Það hefði verið að æra óstöðugan ef diskurinn í tölvunni hefði hrunið. Alveg nóg að byrja.is diskurinn hrundi fyrir viku eða hálfum mánuði.
Skattframtöl heimilismeðlima komin til síns heima og okkur ekkert að vanbúnaði að drífa okkur til USA. Nú er bara að finna út úr því hvernig við komumst út á flugvöll með allan þennan farangur. Bíllinn tekur sjö manns en engan farangur þannig að nokkur ljóst er að við verðum að fara að tveimur bílum. Redda því á morgun.
En nú er kominn svefntími. John ætlar í æfingu í fyrramálið og svo förum við að ræða við næringarráðgjafann...
Comments:
Skrifa ummæli