<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 31, 2004

Well, komin til Usa með allt mitt hyski. Flugið gekk vel þó Tristan hafi verið orðinn verulega flugleiður eftir tveggja tíma flug. Síðan koma limmi og keyrði okkur af flugvellinum til Kristínar. Og eins og allt í henni Ameríku er húsið hennar huge og Tristan sagði að það væri skrítið að mjólkin væri geymd í olíubrúsum. Hann kann að orða hlutina. Vaknaði í nótt um fjögur að usa tíma og nokkrum mínútum síðar hringdi síminn og það var prentsmiðjan sem prentar söngskrá Léttsveitarinnar og það vantaði einhvern font. Védís reddaði því og ég var varla búin að leggja símann á þegar Heiða í Gospel hringdi til að tékka hvort ég gæti gert auglýsingu fyrir þær fyrir vortónleikana þeirra í maí. Ótrúlegt hvað fólk virðist finna á sér að maður ekki á landinu til að redda öllum hlutum.
Og nú sitjum við hér í rólegheitum, allir komnir á fætur kl. sex og John fór með Kristínu í sundtíma með Isabelle og síðan ná þau í bílaleigubílinn svo hægt sé að komast á milli staða með alla. Planið að fara í gymmið, þ.e. ekki ég og Hrund sem ætlum bara að rápa um eitthvað moll. Svo á að fara í eitthvað workshop þar sem maður getur málað sínar eigin skálar eða dalla og það er síðan brennt og verður tilbúið eftir þrjá daga eða svo. Svipað og konan hans Stefáns Jóns er með á Íslandi.
Á morgun á að vara í aquarium og skoða hákarla og fleira. Kristín er með þetta allt planað svo aldrei verði hér dauður tími. Ekki það að mér finnist ekki bara gott að slappa af. Svo kemur Daníel og fleira skyldfólk hingað um helgina. Sem sagt family gathering og alles.
Nenni ekki að skrifa meira í bili...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter