<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Mér gengur illa að snúa sólarhringnum við. Er enn á Ameríkutíma. Það var nefnilega ekkert mál að komast á þann tíma. Kannski hef ég verið amerísk í fyrra lífi og er enn á með þá líkamsklukku.
Náði í Maríu í morgun á Kató þar sem hún var í magaspeglun. Ég var á leikskóla í Kató þegar ég var í átta ára bekk. Fékk að fylgja Birnu systur og kannski mál til komið. Hún hafði alla tíð fengið að fylgja mér. Fékk t.d. að vera á stóru deildinni á Hörðuvöllum þegar við vorum þar í leikskóla sem hét nú reyndar dagheimili þegar ég var ung og frísk. Hún var bara tveggja eða þriggja ára og ég man hvað ég skammaðist mín fyrir hana þegar hún tróð lit upp í nefið á sér og þurfti að fara til læknis til að ná honum úr. Hún var soldið skrítin stundum. Drakk t.d. alltaf úr glasi öfugt og helti öllu niðrá sig. En þá var hún bara smælki.
Hér var fjárfest í línuskautum á alla krakkana og það er alveg hægt að tala um fjárfestingu þegar línuskautar eru annars vegar. Tristan alsæll og reyndar stelpurnar líka. Meira að segja gelgjan mín hún Petra kom og kyssti mömmu sína, reyndar á kinnina, og þakkaði fyrir skautana. Það er nokkuð vel af sér vikið af fá koss frá þeirri stúlku. Hún er afskaplega spör á þá. Ég hef nú þá trú að eitthvað búi að baki þessum þakkarkossi. Hún vill nefnilega frá strípur og hliðartopp og meiri styttur í hárið og ég er búin að segja við hana að ég leyfi það ekki fyrr en hún fermist og það er heilt ár í það.
Og nú verð ég að fara að losna við þessa kettlingaranga. Þeir eru út um allt og Doppa ekki par ánægð með það að hafa ekki stjórn á þessum vitleysingum sínum. Vignir og Guðný eru hætt við að fá kött, reyndar var nú Vignir aldrei á því að fá hann. Hrund ætlar að halda eina fressinu honum Stúart litla og Rósa fer í Hveragerði. Svo nú eru bara Brúnka og Grána eftir, voðalega sætar en það gengur ekki að vera með marga ketti. Svo ef einhver sem þetta les langar í kettling endilega senda mér mail.
Úff, og svo þarf ég að fara að drífa í auglýsingu fyrir systurnar í gospelnum. Var komin með einhverja hugmynd en nú eru áherslurnar breyttar svo ég þarf að leggja mitt höfuð í bleyti. Sé þetta reyndar fyrir mér í huganum en það er ekkert komið á blað ennþá. Kláraði Frey í dag og Ránka kemur á morgun. Ætlaði að gera einhver ósköp í dag en hann fór í línuskautakaup og stúss í kringum börnin mín. Sumir dagar einhvern veginn líða án þess að maður taki eftir því...

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Það er hálftómlegt hér í húsinu. Arne og María fóru í Huldulandið í kvöld og ég sakna þeirra nú þegar. Elsta dóttir mín er að fara með mig. Hún hefur of undarlegar lífsskoðanir til að ég geti skilið þær. Og sú næstelsta brúkar munn í hver skipti sem hún opnar hann. Sú yngsta hefur nokkurn veginn verið til friðs í dag nema hún og sonur minn sameinast um það að heimta sumargjöf sem gleymdist algjörlega þetta árið. Dóttir nr. 2 vill fá miða á Pink sem kostar heilar 5.900 kr. og sú yngsta vill líka fara og einhver verður að fara með þeim. Mikil fjárútlát en það er aldrei að vita nema ég skelli mér með þeim. Sonurinn rökstyður sumargjöfina með því að hann hafi gefið foreldrum sínum sumargjöf, lítið pósthús sem hann smíðaði sjálfur og trúlega hefur hann eitthvað til síns máls (segir maður hefur???). Kisan í kasti yfir óþekkt kettlinganna og mjálmar út í eitt og er að gera alla vitlausa. Hún étur líka frá þeim kettlingamatinn svo ég verð að bregða á það ráð að henda henni út í hvert skipti sem ég gef þeim. Mér finnst að hún eigi að vera almennileg þar sem ég gaf henni nýsoðinn fisk í kvöld.
Kláriði miðana að mestu fyrir Gospelinn og líka næsta Frey sem er eingöngu um beljur. Klára hann vonandi á morgun. Þá get ég snúið mér að því að fá einhverja hugmynd að plakati fyrir systurnar.
Kóræfing á morgun og allar eiga að mæta í ítalíudressinu. Þarf að fara að rifja upp ítölskuna. Man ekki eitt orð í ítölsku lengur. Miðað við útreikninga Willu eru bara 5 vikur í brottför og á morgun fæ ég að vita hvort Vignir flýgur með okkur út eða heim. Og Ragnhildur kemur á föstudaginn með kærastann og dótturdóttur. Verð að muna eftir því að sækja þau út á flugvöll.
Og nú er kominn hitari á pallinn og yfirbreiðsla yfir hann líka. Verður gott á svölum sumarkvöldum að geta hitað svoldið upp. Held að heiti potturinn sé komin í salt í bili. Ég er í skrítnu skapi, hér er allt í drasli og ég þarf að vakna í fyrramálið til að leiðrétta Frey. Því er mál að linni að sinni...

föstudagur, apríl 23, 2004

Það virðast allir vera hættir að þurfa að tjá sig, nema kannski Gunnsan, sem er nú orðin enn betur tölvuvædd en áður og því ekkert sem ætti að stoppa hana af.
Og nú er mál að ég fari að tjá mig eftir þessar þrjár vikur í hinni stóru Ameríku. Mikið skelfing var nú gott að koma heim þó þetta hafi í heildina verið skemmtileg og góð ferð. Ameríka er ekki fyrir svona litla sál eins og mig. Þar er ekkert lítið. Allir á stórum bílum, búa í risastórum húsum, borða risastóra skammta af mat. Þar eru ein kjúklingabringa á stærð við heilan kjúkling hér og eftir því vondar. Lítil kók er stærri en stærsta kók hér á veitingastöðum, mollin eru svo stór að það tekur marga daga að skanna þau. Og ég er líka búin að fatta af hverju ameríkanar mæla allt í mílum og únsum og insum. Þá eru vegalengdirnar í minni tölum. Það er skárra að þurfa að keyra 100 mílur í vinnuna en 600 km og betra að nota stærð 12 en 42 og kaupa gallon af bensíni frekar en 40 lítra. Aftur á móti mæla þeir hitann í hærri tölum en við og það er nú bara til að enginn annir fatti að þar er alls ekki eins heitt og þeir vilja vera láta. Nei, ég segi nú bara svona. Það er alveg miklu meira en nógu heitt í Ameríku svo þessa vegna þurfa þeir ekki að nota Farenheit í stað celsíus. Nóg um Ameríku. Á örugglega eftir að fara þangað aftur og fá heimþrá fyrstu dagana og langa svo ekkert heim eftir það.
Og þá hingað heim. Yndislegt koma heim í allt hreint og fágað þó það hafi nú ekki tekið okkur langan tíma að drasla allt út aftur. María og Arne búin að sjæna allt hér áður en við komum. Og svo var hm....að mæta aftur á kóræfingu. Og gaman að sjá kettlingana sem eru nú farnir að fara um allt. Reyndar hefur það komið upp á að Petra er trúlega með kattarofnæmi og þá eru góð ráð dýr. Færðum allt kattastóðið í þvottahúsið, hentum út hillu sem kettlingarnir voru búnir að gera sín stykki í og Petra komin á ofnæmislyf. Svo er bara að sjá hvort þetta er kattarofnæmi þegar kettlingarnir eru farnir að heiman og Doppa verður ein eftir. Vonandi ekki. Verð bara að fara með hana í ofnæmispróf og sjá hvað kemur út úr því.
John minn farinn að jafna sig á sykursýkinni og farinn að borða aftur eins og venjulega, þó hann sleppi sætmetinu. Hrund mín...já það kemur í ljós síðar...og nú vill John fá heitan pott...

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Kannski heppnast að puplisha þessu þó útlitið sé ekki eins og það á að vera á blogginu. Tókst allavega að senda testið.
Erum búin að vera í Kaliforníu síðan á fimmtudaginn og verðum hér í eina viku. Hér er logn og blíða og sumarsól. María býr að vísu hér upp í fjöllum fyrir ofan San Jose, hef held ég aldrei verið jafn stressuð að fara nokkurn veg eins og þann sem hingað liggur, allt utan í fjöllunum liggjandi í hlykkjum og krókum og þverhnýpi niður í skóginn fyrir neðan. Not my cup of tea. En veðrið er allavega ekki af verri endanum og eitthvað annað en Washington en þar var bara íslenskt vorveður, grenjandi rigning og svo hávaðarok.
Fórum í Great America sem er skemmtigarður hér og vorum þar í heilan dag. Krakkarnir skemmtu sér vel og við reyndar líka, urðum holdvot eftir nokkrar ferðir í vatnsgúmmíbárum og krakkarnir enn blautari eftir að ganga í gegnum einhvers konar sturtuvölunarhús.
Svo var hér á laugardaginn heljarinnar páskapartý, mikið af fólki og ma. frændsystkini John´s sem búa hér í Kaliforníu. Á páskadag fórum við svo í i-max bíó sem er risastórt hvolfþak og svo er myndin nánast allar hringinn. Ég varð hálfbílveik í þessu og með hnút í maganum af lofthræðslu, eiginlega ekkert skárra en að keyra þennan krákustíg hingað til Maríu. María og Nikita varð illt í maganum. Svo löbbuðum við niður götu sem var byggð algjörlega frá grunni að fyrirmynd breiðstræta í Las Vegas. Mjög skemmtileg gata og flott hús.
Í dag var svo stefnan tekin á Monteray sem er niður við ströndina. Þar leigðum við fjögurra manna hjól og hljóluðum með ströndinni, fengum okkur að borða og skoðuðum aðeins í búðir. Á leiðinni til baka að skila hjólunum þurfti Petra endilega að taka upp á því að vilja standa aftan á hjólinu, festi löppina í hjólinu og tognaði svo við eyddum tveimum tímum með hana upp á slysó. Hún var heppin að brjóta ekki á sér fótinn, var bara með tvö ljót brunasár og illa marinn. En þetta kostaði heila 537 dollara að fara með hana þarna inn. Svo nú er hún haltrandi og við ætlum að sjá hvernig hún verður á morgun. Það er nokkuð löng keyrsla til Monteray svo við erum ekki viss um hvort krakkarnir nenni í aðra langa ökuferð niður til San Fransisco. Það kemur bara í ljós. Við finnum út úr því á morgun. Förum til Washington eldsnemma á fimmtudagsmorguninn.
Heima á Íslandi hefur María (ekkert nema Maríur í kringum mig) þurft að glíma við kattarangann sem er víst aftur orðin breima og er sífellt að færa kettlingana sem eru núna farnir að fara út um allt. Reyndar er það víst fylgjandi kattarkyninu að karlkynið reynir að drepa ungana til að komast í læðurnar aftur sem fyrst. Vonandi heldur hún þetta vesen á Doppu út þar til við komum heim. Heimþráin hefur þjáð okkur Hrund svoldið, hún kemur og fer en samt aldrei alveg. Hlakka allavega voðalega mikið til að komast aftur heim í rok og rigningu, þó John vilji helst flytja hingað í sólina í Kaliforníu. En æ nei, ég held ekki. Verður maður ekki bara leiður á svona veðurleysu...
test

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Well, þetta er eitthvað að skána. Ekki það að ég sé ekki ennþá með heimþrá og að ég sakni vina og vandamanna heima. En þetta er samt ágætt og á morgun ætlum við í dýragarðinn. Það versta við þetta land er öll þess endalaus keyrsla á milli staða. Ég gæti ekki búið hér allavega ekki hér í Washington. Reyndar býr Kristín u.þ.b. klukkutíma keyrslu frá Washington. Krakkarnir hafa lýst því yfir að þeir fýli nú Danmörku betur en Bandaríkin og ég get svo sem verið sammála þeim. Reyndar af ég hugsa um það þá er þetta heljarinnar vinna að ferðast með þrjá krakka sem maður verður að hafa ofan af fyrir á hverjum degi. Þetta er eiginlega ekki mikið frí. Ég kalla það frí eins og þegar við John fórum til Rómar. Enginn sem skyldar mann til að skoða eitt eða neitt, maður vaknar bara á morgnana, fer út og gleðst yfir því sem á vegi manns verður. Og Róm er svoldið mikið annar handleggur en the US of A. Hér labbar maður ekki spönn frá rassi, reyndar getum við lappað hér í matvörubúð frá Kristínu, en það er líka það eina. Þar er reyndar líka svona staður þar sem maður getur farið inn og málað keramik og krakkarnir fíluðu það vel. Annað labbar maður ekki hér. Og maður þarf að líta eftir krökkunum ef þau fara út í garð. Eitthvað annað en heima þar sem börnin geta valsað um á milli húsa og hitt sína vini án þess að maður þurfi að fara á taugum yfir því.
Nenni ekki að skrifa meira. Vildi bara koma því til skila að fátt er svo með öllu illt...

sunnudagur, apríl 04, 2004

Mér leiðist, hef áhyggjur af manninum mínum og langar til að vera heima hjá mér. Ameríka sucks...

laugardagur, apríl 03, 2004

Eins og alltaf í útlöndum var ég illa haldin af heimþrá í gær, en líður betur í dag. Kannski var það bara þessi óendanlega leiðinlega keyrsla hér á milli staða. Fórum í gær í sædýrasafnið í Baltimore, lentum í umferðaröngþveyti og veðrið ömurlegt, grenjandi rigning. Ég þoli ekki að vera í bíl í meira en korter en keyrslan héðan og til Baltimore er einn og hálfur tími. Og sædýrasafnið ekki alveg það skemmtilegasta sem til er. Ógeðslega dimmt þarna inni og svo er þetta á fjórum hæðum og mér er illa við að vera hátt uppi þar sem ég get horft niður. En ég er vön því að fá heimþrá á öðrum eða þriðja degi í útlöndum þó það hefi t.d. ekki gerst í Róm, enda er tvennt ólíkt Ítalía og Ameríka. Sakna Léttsveitarinnar, Maríu, kisunnar minnar og kettlinganna og bara yfirleitt að vera heima hjá mér.
Fórum í dag og máluðum leirhluti hérna rétt hjá Kristínu. Það er meira að segja svo nálægt að hægt er að labba þangað. Eyddum þar tveimur tímum við að mála skálar og krukkur. Krökkunum finnst það skemmtilegt. Nenni ekki að skrifa meira, er búin að drekka of mikið rauðvín og borða of mikið af chilli...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter