<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 03, 2004

Eins og alltaf í útlöndum var ég illa haldin af heimþrá í gær, en líður betur í dag. Kannski var það bara þessi óendanlega leiðinlega keyrsla hér á milli staða. Fórum í gær í sædýrasafnið í Baltimore, lentum í umferðaröngþveyti og veðrið ömurlegt, grenjandi rigning. Ég þoli ekki að vera í bíl í meira en korter en keyrslan héðan og til Baltimore er einn og hálfur tími. Og sædýrasafnið ekki alveg það skemmtilegasta sem til er. Ógeðslega dimmt þarna inni og svo er þetta á fjórum hæðum og mér er illa við að vera hátt uppi þar sem ég get horft niður. En ég er vön því að fá heimþrá á öðrum eða þriðja degi í útlöndum þó það hefi t.d. ekki gerst í Róm, enda er tvennt ólíkt Ítalía og Ameríka. Sakna Léttsveitarinnar, Maríu, kisunnar minnar og kettlinganna og bara yfirleitt að vera heima hjá mér.
Fórum í dag og máluðum leirhluti hérna rétt hjá Kristínu. Það er meira að segja svo nálægt að hægt er að labba þangað. Eyddum þar tveimur tímum við að mála skálar og krukkur. Krökkunum finnst það skemmtilegt. Nenni ekki að skrifa meira, er búin að drekka of mikið rauðvín og borða of mikið af chilli...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter