þriðjudagur, apríl 27, 2004
Það er hálftómlegt hér í húsinu. Arne og María fóru í Huldulandið í kvöld og ég sakna þeirra nú þegar. Elsta dóttir mín er að fara með mig. Hún hefur of undarlegar lífsskoðanir til að ég geti skilið þær. Og sú næstelsta brúkar munn í hver skipti sem hún opnar hann. Sú yngsta hefur nokkurn veginn verið til friðs í dag nema hún og sonur minn sameinast um það að heimta sumargjöf sem gleymdist algjörlega þetta árið. Dóttir nr. 2 vill fá miða á Pink sem kostar heilar 5.900 kr. og sú yngsta vill líka fara og einhver verður að fara með þeim. Mikil fjárútlát en það er aldrei að vita nema ég skelli mér með þeim. Sonurinn rökstyður sumargjöfina með því að hann hafi gefið foreldrum sínum sumargjöf, lítið pósthús sem hann smíðaði sjálfur og trúlega hefur hann eitthvað til síns máls (segir maður hefur???). Kisan í kasti yfir óþekkt kettlinganna og mjálmar út í eitt og er að gera alla vitlausa. Hún étur líka frá þeim kettlingamatinn svo ég verð að bregða á það ráð að henda henni út í hvert skipti sem ég gef þeim. Mér finnst að hún eigi að vera almennileg þar sem ég gaf henni nýsoðinn fisk í kvöld.
Kláriði miðana að mestu fyrir Gospelinn og líka næsta Frey sem er eingöngu um beljur. Klára hann vonandi á morgun. Þá get ég snúið mér að því að fá einhverja hugmynd að plakati fyrir systurnar.
Kóræfing á morgun og allar eiga að mæta í ítalíudressinu. Þarf að fara að rifja upp ítölskuna. Man ekki eitt orð í ítölsku lengur. Miðað við útreikninga Willu eru bara 5 vikur í brottför og á morgun fæ ég að vita hvort Vignir flýgur með okkur út eða heim. Og Ragnhildur kemur á föstudaginn með kærastann og dótturdóttur. Verð að muna eftir því að sækja þau út á flugvöll.
Og nú er kominn hitari á pallinn og yfirbreiðsla yfir hann líka. Verður gott á svölum sumarkvöldum að geta hitað svoldið upp. Held að heiti potturinn sé komin í salt í bili. Ég er í skrítnu skapi, hér er allt í drasli og ég þarf að vakna í fyrramálið til að leiðrétta Frey. Því er mál að linni að sinni...
Kláriði miðana að mestu fyrir Gospelinn og líka næsta Frey sem er eingöngu um beljur. Klára hann vonandi á morgun. Þá get ég snúið mér að því að fá einhverja hugmynd að plakati fyrir systurnar.
Kóræfing á morgun og allar eiga að mæta í ítalíudressinu. Þarf að fara að rifja upp ítölskuna. Man ekki eitt orð í ítölsku lengur. Miðað við útreikninga Willu eru bara 5 vikur í brottför og á morgun fæ ég að vita hvort Vignir flýgur með okkur út eða heim. Og Ragnhildur kemur á föstudaginn með kærastann og dótturdóttur. Verð að muna eftir því að sækja þau út á flugvöll.
Og nú er kominn hitari á pallinn og yfirbreiðsla yfir hann líka. Verður gott á svölum sumarkvöldum að geta hitað svoldið upp. Held að heiti potturinn sé komin í salt í bili. Ég er í skrítnu skapi, hér er allt í drasli og ég þarf að vakna í fyrramálið til að leiðrétta Frey. Því er mál að linni að sinni...
Comments:
Skrifa ummæli