<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Kannski heppnast að puplisha þessu þó útlitið sé ekki eins og það á að vera á blogginu. Tókst allavega að senda testið.
Erum búin að vera í Kaliforníu síðan á fimmtudaginn og verðum hér í eina viku. Hér er logn og blíða og sumarsól. María býr að vísu hér upp í fjöllum fyrir ofan San Jose, hef held ég aldrei verið jafn stressuð að fara nokkurn veg eins og þann sem hingað liggur, allt utan í fjöllunum liggjandi í hlykkjum og krókum og þverhnýpi niður í skóginn fyrir neðan. Not my cup of tea. En veðrið er allavega ekki af verri endanum og eitthvað annað en Washington en þar var bara íslenskt vorveður, grenjandi rigning og svo hávaðarok.
Fórum í Great America sem er skemmtigarður hér og vorum þar í heilan dag. Krakkarnir skemmtu sér vel og við reyndar líka, urðum holdvot eftir nokkrar ferðir í vatnsgúmmíbárum og krakkarnir enn blautari eftir að ganga í gegnum einhvers konar sturtuvölunarhús.
Svo var hér á laugardaginn heljarinnar páskapartý, mikið af fólki og ma. frændsystkini John´s sem búa hér í Kaliforníu. Á páskadag fórum við svo í i-max bíó sem er risastórt hvolfþak og svo er myndin nánast allar hringinn. Ég varð hálfbílveik í þessu og með hnút í maganum af lofthræðslu, eiginlega ekkert skárra en að keyra þennan krákustíg hingað til Maríu. María og Nikita varð illt í maganum. Svo löbbuðum við niður götu sem var byggð algjörlega frá grunni að fyrirmynd breiðstræta í Las Vegas. Mjög skemmtileg gata og flott hús.
Í dag var svo stefnan tekin á Monteray sem er niður við ströndina. Þar leigðum við fjögurra manna hjól og hljóluðum með ströndinni, fengum okkur að borða og skoðuðum aðeins í búðir. Á leiðinni til baka að skila hjólunum þurfti Petra endilega að taka upp á því að vilja standa aftan á hjólinu, festi löppina í hjólinu og tognaði svo við eyddum tveimum tímum með hana upp á slysó. Hún var heppin að brjóta ekki á sér fótinn, var bara með tvö ljót brunasár og illa marinn. En þetta kostaði heila 537 dollara að fara með hana þarna inn. Svo nú er hún haltrandi og við ætlum að sjá hvernig hún verður á morgun. Það er nokkuð löng keyrsla til Monteray svo við erum ekki viss um hvort krakkarnir nenni í aðra langa ökuferð niður til San Fransisco. Það kemur bara í ljós. Við finnum út úr því á morgun. Förum til Washington eldsnemma á fimmtudagsmorguninn.
Heima á Íslandi hefur María (ekkert nema Maríur í kringum mig) þurft að glíma við kattarangann sem er víst aftur orðin breima og er sífellt að færa kettlingana sem eru núna farnir að fara út um allt. Reyndar er það víst fylgjandi kattarkyninu að karlkynið reynir að drepa ungana til að komast í læðurnar aftur sem fyrst. Vonandi heldur hún þetta vesen á Doppu út þar til við komum heim. Heimþráin hefur þjáð okkur Hrund svoldið, hún kemur og fer en samt aldrei alveg. Hlakka allavega voðalega mikið til að komast aftur heim í rok og rigningu, þó John vilji helst flytja hingað í sólina í Kaliforníu. En æ nei, ég held ekki. Verður maður ekki bara leiður á svona veðurleysu...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter